18.nóv ~ 18.apr

Skúlptúr / skúlptúr

Gerðarsafn

18.11.2020 – 28.02.2021

Sýningaröðin SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR opnar í fjórða sinn í Gerðarsafni með einkasýningum þeirra Ólafar Helgu Helgadóttur og Magnúsar Helgasonar. Með sýningaröðinni er gerð tilraun til að skoða skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Sýningunum er ætlað að heiðra Gerði Helgadóttur (1928-1975) og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar um leið og dregnar eru línur sem tengja verk hennar við samtímaskúlptúr.

Sýningaröðin SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR opnar í fjórða sinn í Gerðarsafni með einkasýningum þeirra Ólafar Helgu Helgadóttur og Magnúsar Helgasonar. Með sýningaröðinni er gerð tilraun til að skoða skúlptúrinn í samtímanum og þróun þrívíðrar myndlistar, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Sýningunum er ætlað að heiðra Gerði Helgadóttur (1928-1975) og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar um leið og dregnar eru línur sem tengja verk hennar við samtímaskúlptúr.

Titillinn SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR vísar til sýningarinnar Skúlptúr / skúlptúr / skúlptúr sem haldin var á Kjarvalsstöðum árið 1994 en hún opnaði sama ár og Gerðarsafn var opnað fyrir gestum. Þar sýndu á þriðja tug listamanna verk sín en sýningunni var ætlað að gefa yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma.
Titillinn SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR vísar til sýningarinnar Skúlptúr / skúlptúr / skúlptúr sem haldin var á Kjarvalsstöðum árið 1994 en hún opnaði sama ár og Gerðarsafn var opnað fyrir gestum. Þar sýndu á þriðja tug listamanna verk sín en sýningunni var ætlað að gefa yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma.

Ólöf Helga Helgadóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og lauk mastersnámi í myndlist frá Slade School of Fine Art í London árið 2010. Árið 2001 stundaði hún örnám við Kvikmyndaskóla Íslands. Í verkum sínum ýtir Ólöf hversdagslegu efni út fyrir sitt hefðbundna hlutverk og varpar þannig óvæntu ljósi á kunnugleg sjónarhorn. Efnið sem hún notar hefur auk þess oft sögulega merkingu sem er mjög persónuleg. Ólöf býr og starfar á Siglufirði.
Ólöf Helga Helgadóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og lauk mastersnámi í myndlist frá Slade School of Fine Art í London árið 2010. Árið 2001 stundaði hún örnám við Kvikmyndaskóla Íslands. Í verkum sínum ýtir Ólöf hversdagslegu efni út fyrir sitt hefðbundna hlutverk og varpar þannig óvæntu ljósi á kunnugleg sjónarhorn. Efnið sem hún notar hefur auk þess oft sögulega merkingu sem er mjög persónuleg. Ólöf býr og starfar á Siglufirði.

Magnús Helgason útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá AKI í Hollandi árið 2001 og hefur síðan unnið að tilraunakenndri kvikmyndagerð, innsetningum, málaralist og skúlptúr. Í verkum sínum notar Magnús fundinn efnivið sem hann umbreytir ýmist í tvívíð málverk eða þrívíðar innsetningar. Hann tekur hluti og efni, ýmist sem náttúran hefur veðrað eða maðurinn skapað í öðrum tilgangi, og raðar saman í nýja heild. Í verkunum er oft brugðið á leik með greinarmuninn á efni og hlut. Í leit að fegurð og jafnvægi hitta verkin áhorfandann í gegnum skynjunina. Magnús býr og starfar á Akureyri.
Magnús Helgason útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá AKI í Hollandi árið 2001 og hefur síðan unnið að tilraunakenndri kvikmyndagerð, innsetningum, málaralist og skúlptúr. Í verkum sínum notar Magnús fundinn efnivið sem hann umbreytir ýmist í tvívíð málverk eða þrívíðar innsetningar. Hann tekur hluti og efni, ýmist sem náttúran hefur veðrað eða maðurinn skapað í öðrum tilgangi, og raðar saman í nýja heild. Í verkunum er oft brugðið á leik með greinarmuninn á efni og hlut. Í leit að fegurð og jafnvægi hitta verkin áhorfandann í gegnum skynjunina. Magnús býr og starfar á Akureyri.

LISTAFÓLK

Ólöf Helga Helgadóttir

Magnús Helgason

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

10
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
11
okt
Bókasafn Kópavogs
11
okt
Bókasafn Kópavogs
13
okt
Bókasafn Kópavogs
14
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Bókasafn Kópavogs
15
okt
Salurinn
15
okt
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
okt
31
okt
Bókasafn Kópavogs
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

16
okt
Gerðarsafn
17
okt
Gerðarsafn
19
okt
Gerðarsafn
25
okt
Gerðarsafn
26
okt
Gerðarsafn
27
okt
Gerðarsafn
28
okt
Gerðarsafn
12
nóv
25
jan
Gerðarsafn
20
nóv
Gerðarsafn

Sjá meira