26.ágú ~ 16.okt

SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR Eva Ísleifsdóttir & Sindri Leifsson

Gerðarsafn

26.08. 2016 – 16.10. 2016
26.08. 2016 – 16.10. 2016

SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er sýningaröð sem veitir innsýn í stöðu skúlptúrsins sem miðils í samtímanum. Hér var lögð áhersla á að kynna hugðarefni listamanna þar sem hver og einn gengur að samtali miðilsins og sögunnar á eigin forsendum. Eva Ísleifsdóttir og Sindri Leifsson lögðu fram hugleiðingar um skúlptúrinn á samhliða einkasýningum. Verk og vinnubrögð kunna að vera ólík en hugsunin að baki þeim á margt sammerkt þar sem vangaveltum um mannlega hegðun, umhverfi og mótun samfélagslegs skipulags var velt upp á yfirborðið.
Eva Ísleifsdóttir vinnur með ímynd listamannsins og listaverksins. Handverkið er til staðar en gjarnan eru það ásýnd eftirmyndarinnar eða fúsksins sem haldið er á lofti og líkist fremur leikhúsmunum en upphöfðum höggmyndum. Hversdagurinn og samfélagsrýni eru henni hugleikin en dvöl hennar í Aþenu í Grikklandi hefur haft áhrif á verkin. Ekki einungis vegna tenginga við menningar- og listasöguna heldur einnig með vísun í samfélagslega stöðu okkar tíma.
Verk Sindra Leifssonar vísa einnig í handverkið en gjarnan eru það verkfærin sjálf sem nostrað er við. Sjónum er beint að vinnuferlinu með því að móta nokkuð áþekka mynd af verkfærum og máir hann þar út mörkin milli listaverksins og vinnunnar. Einföld tákn og meðhöndlun efniviðarins eru endurtekin stef í verkum Sindra en umhverfi og samfélag koma gjarnan við sögu. Sýning hans teygir sig út fyrir sýningarrýmið þar sem óljósir skúlptúrar hafa tekið sér tímabundna fótfestu í umhverfinu og er ætlað að draga fram hugmyndir um borgarskipulag og hegðun okkar í rýminu.
Titillinn SKÚLPTÚR/ SKÚLPTÚR vísar í sýningu sem sett var upp á Kjarvalsstöðum undir sýningarstjórn Kristínar Guðnadóttur og Gunnars Kvaran, þáverandi safnstjóra, og bar hinn einfalda titil Skúlptúr / skúlptúr / skúlptúr. Þar sýndu á þriðja tug listamanna verk sín en sýningunni var ætlað að gefa yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma. Sýningin opnaði sama ár og Gerðarsafn opnaði dyr sínar fyrir gestum í Kópavogi, eða árið 1994. Safnið er reist til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara (1928 – 1975). Um leið og dregnar eru saman tengingar við nýlega sýningarsögu og hreyfingar í samtímaskúlptúr er einnig leitast við að undirstrika vægi Gerðar Helgadóttur og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar.
Eva Ísleifsdóttir er fædd árið 1982 í Reykjavík. Hún býr og starfar í Reykjavík og Aþenu í Grikklandi frá árinu 2015. Hún lauk MFA gráðu frá skúlptúrdeild við Edinburgh College of Art í Skotlandi árið 2010 og BA námi frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Eva hefur verið starfandi myndlistarmaður frá útskrift og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og sýningarverkefnum. Fyrir utan að sinna eigin listasköpun hefur Eva verið virkur aðili í myndlistarumhverfinu. Hún hefur m.a. starfað hjá Nýlistasafninu og setið í stjórn þess, leitt sýningarverkefnið Staðir / Places á Vestfjörðum ásamt Þorgerði Ólafsdóttur og staðið fyrir gjörningaviðburðum með þátttöku ýmissa listamanna. Nú er hún að hálfu búsett í Aþenu þar sem hún rekur ásamt fleirum sýningar- og vinnustofurýmið A-DASH. www.evaisleifsdottir.com
www.evaisleifsdottir.com
Sindri Leifsson er fæddur árið 1988 í Reykjavík. Hann lauk MFA gráðu við Listaháskólann í Malmö, Svíþjóð árið 2013 en árið 2011 lauk hann BA námi frá Listaháskóla Íslands. Sindri hefur verið virkur frá útskrift og tekið þátt í fjölda samsýninga má nefna nýliðna samsýningu Hringrás, Berg Contemporary, 2016; #KOMASVO, Listasafni ASÍ, Reykjavík, 2015, Reykjavik Stories – QUARTAIR, Den Haag; Embracing Impermanence, Nýlistasafninu, Reykjavík. 2011 og einkasýningar bæði hérlendis sem og erlendis: Exi(t), Verkstad, rum för konst, Norrköping, Svíþjóð, 2015; Sagað, Kunstschlager, Reykjavík, 2014; The Oracle, Alfred Gallery, Tel Aviv, 2013. www.sindrileifsson.com
www.sindrileifsson.com
Sýningartexta rituðu Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson. Halla Þórlaug er myndlistarmaður og rithöfundur en eftir hana liggja ljóð, smásögur og flutt útvarpsleikrit. Kristján er heimspekingur, blaðamaður og menningarrýnir og sér um menningarumfjöllun hjá DV.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
14:30

Geimveruslamm og brúðusmiðja

27
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14:00

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
13:30

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

28
apr
Salurinn
20:00

Ástir (& Ásláttur)

30
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi

Logar í skýjum

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn

Sjá meira