16.mar ~ 15.maí

Skýjaborg

Gerðarsafn

06.03.2021 – 15.05.2021
06.03.2021 – 15.05.2021
SÝNINGARSKRÁ
SÝNINGARSKRÁ
SÝNINGARSKRÁ
Umfjöllun um Skýjaborg í Lestinni
Umfjöllun um Skýjaborg í Lestinni
Umfjöllun um Skýjaborg í Víðsjá
Umfjöllun um Skýjaborg í Víðsjá
Umfjöllun um Skýjaborg í Menningunni 30.03.2021
Umfjöllun um Skýjaborg í Menningunni 30.03.2021

Allt er byrjað og ekki búið*
Allt er byrjað og ekki búið*

Skýjaborg er sýning á verkum fjögurra samtímalistamanna sem sprettur úr sameiginlegum grunni: Kópavogi. Saga staðarins markast af stórhuga áætlunum og kristallar hraða uppbyggingu borgarrýma. Þetta er staður sem þróast úr sveit í borg á slíkum hraða að háhýsi eru byggð á sama tíma og sauðfjárbúskapur nær hámarki sínu. Þar sem ákveðið er að reisa 1200 fermetra listasafn þegar aðeins kvartkílómetri hefur verið malbikaður í kaupstaðnum. Hugmyndir um háborg þar sem allt sé mögulegt í útjaðri höfuðstaðar.
Skýjaborg
Skýjaborg vitnar um háleitar áætlanir á stórum og smáum skala. Einstaklinga sem byggja sér heimili úr niðurníddum kofa, ung pör sem reisa fjölbýli, og samtök íbúa sem láta til sín taka í málefnum síns bæjarfélags. Um það hvernig landsvæði er hráefni til breytinga og uppbyggingar en á kostnað þess sem var. Hvernig áætlanir einstaklinga breyta náttúru í manngert landslag og hvað verður þegar stjórn mannsins á umhverfinu sleppir. Hvernig sumar hugmyndir eru of stórar til að hægt sé að framkvæma þær og verða alltaf skýjaborgir.
Skýjaborg
Sagan minnir okkur á að umhverfi okkar er í stöðugri þróun og allt er breytingum háð. Áfram kortleggjum við framtíðina, leggjum undir okkur ný svæði og endurhugsum þau gömlu. Þannig byggjum við á framtíðarsýn fortíðarinnar og reynslunni ríkari reynum við að betrumbæta framtíðina. En eins og gerist með skýjaborgir er markmiðið gjarnan eins og hilling sem færist undan um leið og við nálgumst hana. Háleitar hugmyndir eru krafturinn sem drífur okkur áfram og tilgangur þeirra er ef til vill ekki alltaf sá að verða að veruleika heldur veita okkur innblástur og efna til umræðna. Skipulaginu lýkur aldrei, heldur flæðir það áfram í stöðugri endurnýjun að breyttum lífsháttum og þörfum framtíðarinnar.

Listamenn:
Berglind Jóna Hlynsdóttir | Bjarki Bragason | Eirún Sigurðarsdóttir | Unnar Örn Auðarson

Sýningarstjórar:
Brynja Sveinsdóttir & Klara Þórhallsdóttir

*Úr texta Eirúnar Sigurðardóttur
Mynd: Unnar Örn Auðarson, Staðfræði gleymsku [brot], 2021
Staðfræði gleymsku [brot],

LISTAFÓLK

Berglind Jóna Hlynsdóttir

Breki Bragason

Eirún Sigurðardóttir

Unnar Örn Auðarson

SÝNINGARSTJÓRN

Brynja Sveinsdóttir & Klara Þórhallsdóttir

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

14
sep
Salurinn
14
sep
Bókasafn Kópavogs
14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Gerðarsafn
21
sep
Bókasafn Kópavogs
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
30
nóv
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira