23.ágú ~ 30.ágú

Solidus Liquidus

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Í þessari lifandi og gagnrýnu sýningu mætast íslensk og erlend flóra í matarleifum, þar sem þær sameinast og umbreytast í gegnum ræktun, gerjast og þurrkast í þrívíða og gagnvirka innsetningu sveigjanlegra og hálf sveigjanlegra efna. Verkefnið gefur gestum tækifæri til að líta inn í lifandi heim sem er enn ókunnugur á Íslandi.

Gudrita Lape útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2012 og lauk nýlega námi í textíl og tækni við Fabricademy – Fab Lab textíl akademíu í Barselóna þar sem meðal annars kóðun, snjalltextíl og hönnun á náttúrulegum “efnum” (biochromes, biocomposites, biomaterials, grown materials) voru kennd.

Áherslur sýningarinnar eru meðal annars: að kynna betur notkun mats og lífefna í myndlist og að hefja umræðu um matarsóun og aktívisma þess í gegnum myndlist. Verkefnið er framhald rannsóknar listakonunnar á forgengilegum verkum þar sem náttúruleg litarefni, matarlist og lífefni eru í forgrunni.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

26
nóv
17
des
Menning í Kópavogi
06
des
Menning í Kópavogi
06
des
Bókasafn Kópavogs
06
des
Gerðarsafn
06
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Gerðarsafn
Foreldramorgnar
07
des
15
des
Salurinn
09
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
Salurinn
20:30

Jól & næs

08
jan
13
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira