12.ágú 09:00

Sumarnámskeið 2019

Gerðarsafn

Námskeiðið fer fram vikuna 12. – 16. ágúst frá 9:00-16:00.

Sumarnámskeið
Skissur breytast í skúlptúr
Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á heilsdags námskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára vikuna 12. – 16. ágúst frá klukkan 09.00 – 16.00. Námskeiðið fer fram í Náttúrufræðistofu, Bókasafni Kópavogs, í Gerðarsafni og úti í náttúru Kópavogs.
Að þessu sinni munu tvær myndlistarkonur kenna fjölbreyttar aðferðir út frá sýningu Gerðarsafns, Útlína. Á sýningunni eru fjölbreytt verk eftir marga af þekktustu listamönnum Íslands og fá nemendur tækifæri til þess að kynnast verkum þeirra um leið og þeir læra um hugtakið skissa og kynnast því hvernig skissur þróast í nokkrum skrefum út í þríviðan skúlptúr. Farið verður í skemmtilegar teikniæfingar með tónlist, hreyfingum og lokuð augun, en vírar og pappamassi koma við sögu í skúlptúrgerðinni. Í lok námskeiðsins er fjölskyldum nemenda boðið á sýningu á safninu þar sem verk hvers nemanda og þróun þess verða sýnd.
Námskeiðsgjald: kr. 24.000. Systkinaafsláttur er 20% við skráningu barns nr. 2 og 10% á hvert barn eftir það. Hámarksfjöldi á námskeiðið er 18 börn.
Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis hollt og gott nesti, hlífðarföt og stígvél.
 
Sjá nánar um námskeiðið í heild.
Skráning hér.
Börn með lögheimili utan Kópavogs geta sent email á menningarhusin@kopavogur.is til að skrá sig.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

24
mar
Bókasafn Kópavogs
24
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

25
mar
Bókasafn Kópavogs
25
mar
Bókasafn Kópavogs
26
mar
Bókasafn Kópavogs
26
mar
Bókasafn Kópavogs
26
mar
Salurinn
03
maí
04
maí
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

27
mar
Gerðarsafn
28
mar
Gerðarsafn
05
apr
Gerðarsafn

Sjá meira