29.jún ~ 05.ágú

Sumarspírur | Listasmiðjur

Gerðarsafn

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á listasmiðjur í sumar fyrir börn á grunnskólaaldri. Smiðjurnar hefjast þann 28. júní, eru ókeypis og verða alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, milli 13.00 og 15.00, með fyrirvara um breytingar. Nánari upplýsingar verða birtar vikulega á facebook hópi sumarspíranna (sem er undir sama nafni) og í Kópavogspóstinum. Leikið verður með einkenni allra húsa; bókmenntir, náttúru, sögu, tónlist og myndlist, svo allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.

Smiðjurnar verða tengdar þriggja ára alþjóðlegu verkefni sem ber heitið Vatnsdropinn og er samstarfsverkefni Menningarhúsanna í Kópavogi og þriggja annarra safna á Norðurlöndunum. Eitt meginstef Vatnsdropans er að tengja saman boðskap og gildi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við sígild skáldverk barnabókahöfunda á borð við Tove Jansson, Astrid Lindgren og H.C. Andersen.

Umsjónarmenn smiðjanna eru Anja Ísabella Lövenholdt listfræðingur og meistaranemi í menningarstjórnun við Háskólann Bifröst, Ásthildur Ákadóttir, tónlistarkona og meistaranemi í hljóðfærakennslu við Listaháskólann, Bjartur Örn Bachmann, annars árs nemi á sviðshöfundabraut við Listaháskólann og Hlökk Þrastardóttir, myndlistarnemi við Listaháskólann eru sumarstarfsmenn menningarhúsanna í Kópavogi í sumar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
18
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
12:00

Qigong

18
mar
Bókasafn Kópavogs
18
mar
Bókasafn Kópavogs
17:00

Macramé

19
mar
Bókasafn Kópavogs
19
mar
Bókasafn Kópavogs
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
19
mar
Náttúrufræðistofa Kópavogs
21
mar
Gerðarsafn
23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

27
mar
Gerðarsafn
28
mar
Gerðarsafn

Sjá meira