09.mar 12:15 - 13:00

Sýningaleiðsögn með Brynju Sveinsdóttur

Gerðarsafn

2. hæð
Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns og sýningastjóri, býður upp á leiðsögn um sýningar Santiago Mostyn & Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar miðvikudaginn 9.mars kl. 12:15.Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns og sýningastjóri, býður upp á leiðsögn um sýningar Santiago Mostyn & Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar. Leiðsögnin er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem fram fer á víxl í Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Salnum og Gerðarsafni. Viðburðaröðin er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Um Ad Infinitum
Sýningin Ad Infinitum í Gerðarsafni er áhrifaríkt samtal myndlistarmannsins Elínar Hansdóttur og hljóðlistamannsins Úlfs Hanssonar. Tvíeykið og systkinin kanna í sameiningu hárfína fyrirbærafræðilega þætti rýmistilfnningar. Elín og Úlfur bjóða áhorfandanum að dvelja í ógreinilegu rými sem erftt er að henda reiður á en í forgrunni er líkamleg viðvera í umhverf okkar.Í alltumlykjandi innsetningum Elínar beitir hún skúlptúrum, ljósmyndum og sýningarýminu til að kanna óvissu, áttavillu, takmörk skynjunar og sjónrænar blekkingar. Fagurfræði hennar beinist ekki að því að valda óþægindum en frekar að vekja upp skynjun sem laðar fram áþreifanlega en um leið ólýsanlega upplifun þess að vera til staðar í rými.Fjölrása, endurtekin samsetning Úlfs (sem geymir hljóðþátt innsetningarinnar) virkar sömuleiðis síður sem hljóðgrunnur en frekar sem virkt afl sem vísar vitund áhorfandans leið um sýningarrýmið.

Um 08 – 18 (Past Perfect)
Santiago Mostyn sýnir nýja innsetningu í Gerðarsafni með ljósmyndum og vídeóverkum sem unnin voru þvert yfir Svarta Atlantshafið með áherslu á staði sem listamaðurinn tengist persónulega. Ljósmyndaröðin 08-18 (Past Perfect) er sýnd hér í fyrsta sinn og var gerð á áratug af endurkomum til Trinidad, Zimbabwe, Grenada, Bandaríkjanna og Skandinavíu. Myndaröðin hangir á veggfóðri sem unnið er með bláþrykki (en. cyanotype), sem mun breytast og framkalla grábláan tón með því að vera baðað vetrarsól meðan á sýningunni stendur.Í sama rými má sjá vídeóverkið Drawing for Bellevue Estate. Myndin var gerð í Tobago, eyjunni sem var innblástur að landslagi Róbinsons Krúsó, og vettvangur margra bylgja af rányrkju nýlenduveldanna. Í verkinu sjáum við fjóra menn höggva sér leið í gegnum hitabeltisgróður og merkja landsvæði, þó í átt að óþekktu markmiði. Kortlagning þeirra minnir á aðferðir evrópskra nýlendusinna til að gera tilkall til og iðnvæða Karíbahafið. Verkið beinir einnig sjónum að stærsta silkitrefjatré eyjunnar sem helgað er þjóðsögunni af Gang-Gang Söruh, sögulegri persónu sem reyndi að ‘fljúga heim’ til Afríku með því að stökkva úr trénu og það varð henni að bana. Verkið dregur upp mynd af landslagi þar sem saga nýlendustefnu, þrælahalds, þjóðsagnir og persónulegar sögur mætast.

Deildu þessum viðburði

08
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

Sjá meira

Gerðarsafn

11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira