18.maí 14:00 - 15:00

Sýningarstjóraleiðsögn | Daría Sól Andrews

Gerðarsafn

Daría Sól Andrews sýningarstjóri sýningarinnar, Að rekja brot, leiðir gesti um sýninguna fimmtudaginn 18. maí kl. 14. Viðburðurinn er haldinn í tilefni þess að 18. maí er alþjóðlegi safnadagurinn.
Aðgangur er ókeypis á viðburðinn og á safnið þennan dag. Sýningin Að rekja brot klárast sunnudaginn 21. maí.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Eitt lítið minningabrot getur innihaldið hafsjó af upplýsingum. Listamennirnir sem hér rekja brot sín eiga það sameiginlegt að segja með verkum sínum sögur sem eitt sinn hefðu verið þaggaðar niður. Öll brot sem þau sækja finna þau í helstu byggingareiningu sjálfsins: fortíð sinni og sinna.

Listamennirnir rekja upp þræði sögu nýlenduhyggju, kúgunar, yfirtöku og jaðarsetningu í verkum sínum. Efniskennd umlykur verkin hreinsandi krafti þar sem þau greiða úr hugmyndum um sjálfsmynd og marglaga sambandi okkar við uppruna og arfleifð. Útkoman er nærgöngul og ögrandi, viðkvæmnislega vongóð en umturnar um leið gildismati okkar á kraftmikinn hátt.

Merkingin er ekki listamannsins eins. Ef við erum öll brotakenndir alheimar sem tengjumst og tilheyrum hvert öðru verða söngvar sjálfsins óhjákvæmilega almennir þegar þeir ferðast um hið opinbera rými. Við speglum okkur í reynslu listamannsins, aftengjum hana og fléttum svo aftur saman í stærra samhengi.

Daría tók þátt í Whitney Independent Study-prógramminu í New York 2021. Hún er með meistaragráðu í sýningarstjórn, listastjórnun og lögfræði frá Háskólanum í Stokkhólmi og BA-gráðu í mælskufræðum frá UC Berkeley. Hún vinnur sem aðstoðarframkvæmdastýra hjá Listval galleríinu í Reykjavík.
Árið 2017 stofnaði Daría galleríið Studio Sol, þar sem hún gerði upp vöruskemmu og setur upp sýningar í stofu, í heimilislegu umhverfi. Hún leitast við að skapa aðstæður þar sem lífið og listin renna saman, að útbúa rými þar sem upplifa má nánd og kyrrð, með list, sjálfum sér og öðrum.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
nóv
Salurinn
21
nóv
Bókasafn Kópavogs
20:00

Bókaspjall

23
nóv
Salurinn
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
Salurinn
20:00

Jólajazz!

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

27
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
30
nóv
Menning í Kópavogi
04
des
Gerðarsafn

Sjá meira