24.jún 17:00

Sýningarstjóraleiðsögn | Langur fimmtudagur

Gerðarsafn

Dagrún Aðalsteinsdóttir, sýningarstjóri, verður með leiðsögn um Hlutbundna þrá.

Verið velkomin á langan fimmtudag í Gerðarsafni!

Á fimmtudaginn verður safnið opið til 21.
Kl. 17 mun Dagrún Aðalsteinsdóttir, annar tveggja sýningarstjóra sýningarinnar Hlutbundin þrá, leiða gesti um sýninguna.

Það verður nóg um að vera í Gerðarsafni og í hinum Menningarhúsunum í Kópavogi. Skapandi sumarstörf verða með gjörning kl. 18:00 í Gerðarsafni, síðan verður plöntuskiptimarkaður í fullum gangi í Bókasafni Kópavogs og síðan tónleikar þar með Pétri Erni úr Buffinu kl. 20:00.
Reykjavik Roasters verða með opið til 21 og hægt að fá sér léttvín og léttan bita.

Allir velkomnir!

Hlutbundin þrá er samsýning átta samtímalistamanna frá Íslandi og Singapúr, sem hverfist um samband mannsins við hlutlægni og hluti. Sýningin er samtíningur af klippimyndum, skúlptúrum, vídeóverkum og innsetningum. Verkin skoða hlutgervingu mynda sem innihalda þrár og langanir, ásamt umboði og áhrifum slíkra mynda sem eru séðar og dreifðar, jafnvel endurgerðar.
Titillinn á sýningunni vísar í ritgerð eftir Hito Steyerl sem ber nafnið A thing like you and me (2010). Í þeirri ritgerð skoðar Steyerl þátttöku mannsins í að skapa myndir og að veita þeim umboð. Steyerl heldur því fram að sú þátttaka veiti myndum eigin virkni sem afmái skilin milli þess að vera hlutur eða viðfangsefni, einnig gagnvart mennskum viðfangsefnum sem eru sífellt að verða meira hlutgerð. Í ritgerðinni lýsir Steyerl myndum sem brotum eða leifum af veruleikanum en ekki spegilmynd hans; “hlutur eins og hver annar- hlutur eins og ég og þú.”
Sýningin er tilraun til þess að skapa gagnkvæma virkni milli hluta og einstaklinga, þar sem listaverkin eru blanda af “hlut og viðfangi.”

Listamenn: Daniel Hui, Dagrún Aðalsteinsdóttir, Guo Liang, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Luca Lum, Styrmir Örn Guðmundsson, Sæmundur Þór Helgason og Weixin Quek Chong.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

20
apr
Gerðarsafn
13:00

Together | Palestínsk útsaumssmiðja

21
apr
Salurinn
13:30

Ljóðrænn og kraftmikill er saxófónninn

23
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

24
apr
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

24
apr
Gerðarsafn
12:15

Sjálfsmyndir og minningar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

04
maí
Salurinn
14:00

Herra Hnetusmjör

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

03
jún
08
jún
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

Sjá meira

Gerðarsafn

20
apr
Gerðarsafn
24
apr
Gerðarsafn
25
apr
Gerðarsafn
27
apr
Gerðarsafn

Sjá meira