Tónlistar – og myndlistarmaðurinn Bergur Thomas fer í leiðangur með forvitna gesti um sýninguna Útlína og sýnir á leikrænan og húmorískan hátt hvernig form geta orðið að tónum og kennir aðferð þar sem hlátur verður að leið til að hjálpa okkur að skilja myndlist. Einnig kennir Bergur gestum tungumál listaverka og aðferðir við að svara spurningunum þeirra í gegnum teikningu, hlátur, tóna og tal.
Bergur Thomas býr og starfar í Rotterdam. Hann útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2011, lagði stund á heimspeki nám í Háskóla Íslands áður en hann fór í Konunglega Listaháskólann í Den Haag, þaðan sem hann útskrifaðist af braut sem einblínir á listræna rannsókn, árið 2017. Hann hefur tekið þátt í fjölda hóp – og einkasýninga bæði á Íslandi og erlendis og er einn af stofnendum at7, sem er listamannarekið rými í Amsterdam. Bergur er virkur textahöfundur og hefur skrifað texta fyrir myndlistar rit og sýningar, en hann hefur einnig verið virkur í tónlistarheiminum og er einn af meðlimum vinsælu rokk hljómsveitarinnar Grísalappalísu. Á heimasíðu Bergs má sjá fleiri verkefni og viðburði.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Salurinn og Héraðsskjalasafn.
Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.
Mynd: Anton Brink