03.feb 2023 18:30

Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju

Menning í Kópavogi

Kópavogskirkja
Á Safnanótt, inni í rökkvaðri Kópavogskirkju, mun hljóðverk Þórönnu Björnsdóttur, Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju, hljóma á klukkutímafresti kl. 18.30, 19.30, 20.30, 21.30 og 22.30.

Inni í rökkvaðri Kópavogskirkju mun hljóðverk Þórönnu Björnsdóttur, Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju, hljóma á klukkutímafresti kl. 18.30, 19.30, 20.30, 21.30 og 22.30, föstudagskvöldið 3. febrúar, á Safnanótt. Verkið er um fimmtán mínútur í flutningi.

Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju voru samin að beiðni Salarins í Kópavogi og frumflutt á tónleikunum Óður til Kópavogs sem fram fóru í maí 2022. Altarishljóð eru hversdagsleg hljóð sem Þóranna fann í umhverfi Kópavogs. Innblásin af ýmsu úr sögu bæjarins og menningu mótaði hún úr hljóðupptökum hljóð – og tónvefnað og aðlagaði að hljómburði Kópavogskirkju. Með verkinu vill Þóranna tengjast kyrrð hússins og vera í samspili við hljóðlát skilaboð þeirra töfrandi listaverka sem í kirkjunni eru er túlka kristna trúarheimspeki og lyfta huganum til andlegra hugleiðinga.

Sérstakar þakkir fá Hannes Sigurgeirsson kirkjuvörður, Álfheiður Björgvinsdóttir og Skólakór Kársnesskóla.

Nýju vídeóverki eftir Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju á Vetrarhátíð frá 18 – 23, föstudagskvöldið 3. febrúar og laugardagskvöldið 4. febrúar.

Vídeóverk Þórönnu er í samtali við dulspekilega myndlist Gerðar Helgadóttur og hið alsjáandi auga sem finna má í nokkrum listaverkum Gerðar, meðal annars í tillögum að altaristöflu fyrir Kópavogskirkju. Þóranna vinnur í verki sínu úr nýjum upptökum af augum og augnatilliti tæplega hundrað Kópavogsbúa. Augun, kvik, spurul, leitandi, snörp og alsjáandi munu leika um útvegg kirkjunnar á Vetrarhátíð í draumkenndu og hugvíkkandi verki sem minna á óravíddir hugans og hins innra lífs. Listamaðurinn Vikram Pradhan aðstoðaði við gerð verksins.

Dagsetningar

03.feb 2023

18:30

03.feb 2023

19:30

03.feb 2023

20:30

03.feb 2023

21:30

03.feb 2023

22:30

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
nóv
25
apr
Salurinn
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Salurinn
27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs
20:00

Bókaspjall

27
nóv
Gerðarsafn
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs
01
des
23
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Menning í Kópavogi

30
nóv
Menning í Kópavogi
12:00

Jólalundur

07
des
Menning í Kópavogi
12:00

Jólalundur

14
des
Menning í Kópavogi
12:00

Jólalundur

21
des
Menning í Kópavogi
12:00

Jólalundur

Sjá meira