31.ágú 13:00 - 15:00

Together | Fjöltyngd smiðja | arabísk leturtákn

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum arabísk leturtákn!

Laugardaginn 31. ágúst frá kl. 13-15 b‎‎ýður Hamraborg Festival upp á fjöltyngda fjölskyldusmiðju þar arabísk leturtákn verða innblástur fyrir listræna sköpun undir leiðsögn Líbönsku listakonunnar Yöru Zein með aðstoð Ingunnar Fjólu Ing‏þórsdóttur. Tungumál smiðjunnar eru íslenska, enska og arabíska.

Í smiðjunni fá þátttakendur tækifæri til að kanna arabíska skrautskrift og læra grunnatriði í arabískri leturgerð í skemmtilegu og skapandi umhverfi. Allur efniviður verður á staðnum; stenslar, pappír og marglitir pennar, sem þátttakendur nota til að skapa sín eigin listaverk. Smiðjan er opin gestum á öllum aldri, en hvorki er krafist kunnáttu í arabísku né bakgrunns í listum. Hægt er að koma við á þeim tíma sem hentar hverjum og einum og dvelja eins lengi og hentar.

Yara Zein (f. 1995) er líbönsk listakona búsett á Íslandi. Hún er með BA gráðu í myndlist og arkitektúr frá Académie Libanaise des Beaux Arts í Beirút og MFA í myndlist frá Nottingham Trent háskólanum á Englandi. Verk Yöru bera vott um bakgrunn hennar og reynslu af því að alast upp í Líbanon í kjölfar borgarastyrjaldar.

Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Together sem er skipulögð af Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við GETU – hjálparsamtök. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

12
sep
Salurinn
14
sep
Salurinn
14
sep
Bókasafn Kópavogs
14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Gerðarsafn
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
29
nóv
30
nóv
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
22
sep
Gerðarsafn
26
sep
Gerðarsafn
09
okt
Gerðarsafn
26
okt
05
jan
Gerðarsafn

Sjá meira