31.ágú 13:00 - 15:00

Together | Fjöltyngd smiðja | arabísk leturtákn

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum arabísk leturtákn!

Laugardaginn 31. ágúst frá kl. 13-15 b‎‎ýður Hamraborg Festival upp á fjöltyngda fjölskyldusmiðju þar arabísk leturtákn verða innblástur fyrir listræna sköpun undir leiðsögn Líbönsku listakonunnar Yöru Zein með aðstoð Ingunnar Fjólu Ing‏þórsdóttur. Tungumál smiðjunnar eru íslenska, enska og arabíska.

Í smiðjunni fá þátttakendur tækifæri til að kanna arabíska skrautskrift og læra grunnatriði í arabískri leturgerð í skemmtilegu og skapandi umhverfi. Allur efniviður verður á staðnum; stenslar, pappír og marglitir pennar, sem þátttakendur nota til að skapa sín eigin listaverk. Smiðjan er opin gestum á öllum aldri, en hvorki er krafist kunnáttu í arabísku né bakgrunns í listum. Hægt er að koma við á þeim tíma sem hentar hverjum og einum og dvelja eins lengi og hentar.

Yara Zein (f. 1995) er líbönsk listakona búsett á Íslandi. Hún er með BA gráðu í myndlist og arkitektúr frá Académie Libanaise des Beaux Arts í Beirút og MFA í myndlist frá Nottingham Trent háskólanum á Englandi. Verk Yöru bera vott um bakgrunn hennar og reynslu af því að alast upp í Líbanon í kjölfar borgarastyrjaldar.

Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Together sem er skipulögð af Menningarhúsunum í Kópavogi í samstarfi við GETU – hjálparsamtök. Markmiðið er að stuðla að gagnkvæmum skilningi menningarheima og að vera samskipta- og sköpunarvettvangur fyrir fólk úr ólíkum áttum.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
des
Salurinn
21
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

23
des
Gerðarsafn
11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira