13.apr ~ 28.júl

Tölur, staðir Þór Vigfússon

Gerðarsafn

Gerðarsafn

Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu eftir myndlistarmanninn Þór Vigfússon sem hann vinnur sérstaklega með sýningarsal Gerðarsafns í huga. Sýningin samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem dreifast um veggi salarins eftir ákveðinni reglu og mynda víxlverkun milli forma, lita og rýmis. Við fyrstu sýn virðist sýning Þórs lítillát og óhlutbundin innsetning sem leiðir hugann að verkum í anda geómetríu eða naumhyggju. En þrátt fyrir sparsamt efnisval og framsetningu má við nánari athugun greina flókna hugmyndalega nálgun á sjálft skúlptúrformið.

Hér veltir listamaðurinn meðal annars fyrir sér þeim fagurfræðilegu möguleikum sem leynast í gleri og öðrum iðnaðarefnum og hvernig sjónræn og hárnákvæm tæknileg útfærsla þeirra getur haft mótandi áhrif á skynjun áhorfandans. Þá grundvallast sýningin á þeirri hugmynd að ekki aðeins framsetning heldur einnig staðsetning listaverks, það umhverfi sem verkið birtist í hverju sinni, hafi bein áhrif á upplifun og merkingarsköpun áhorfenda; ekki aðeins af verkinu sjálfu heldur einnig rýminu sem það umlykur. 

Líkt og sjá má á sýningunni vinnur Þór verk sín nær undantekningarlaust sem tilbrigði við ákveðnar reglur sem hann setur sjálfum sér í sköpunarferlinu. Þrátt fyrir þetta bera verk hans með sér mjög sterk höfundareinkenni. Þau taka á sig margskonar form og verkin má skoða úr ýmsum áttum. Til dæmis má líta á veggverk listamannsinns þar sem hann raðar saman marghyrndum flötum úr gleri, plexigleri eða speglum sem lágmynd, skúlptúr eða jafnvel málverk.

Snemma á ferlinum hóf  Þór að vinna innsetningar þar sem hann hugar sérstaklega að staðsetningunni sem listaverkið birtist í hverju sinni; verk sem fyrst og fremst hafa rýmið og áhorfendur að viðfangsefni sínu. Árið 1999 vann Þór eitt slíkt verk fyrir einkasýningu sína í Gerðarsafni sem nefndist Brothættir Staðir og var innsetning í neðri sal safnsins. Sýningin vakti mikla athygli og er verkið í eigu safnsins. Nú aldarfjórðungi síðar fá gestir aftur tækifæri til að sjá innsetningu eftir Þór í Gerðarsafni, sem að þessu sinni er unnin sérstaklega fyrir austursal safnsins.

Í tilefni af sýningunni Tölur, staðir opnar Þór einnig sýningu í Y Gallery, sýningarrými í fyrrum bensínstöð Olís sem staðsett er í bílakjallara Hamraborgar í Kópavogi.

Sýningarstjóri er Heiðar Kári Rannversson.

Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði og Myndstefi.

Þór Vigfússon

Þór Vigfússon (f. 1954) býr og starfar í Reykjavík og á Djúpavogi. Hann sýndi fyrst í Gallerí SÚM árið 1974 og hefur síðustu fimm áratugi haldið fjölda sýninga víða um heim. Hann hefur einnig unnið mörg verk fyrir opinberar nýbyggingar hér á landi undanfarin 20 ár, síðast verkið Flækja (2024) fyrir nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis. Þór var einn af stofnendum Nýlistasafnsins árið 1978 og kom einnig að stofnun ARS LONGA samtímalistasafns á Djúpavogi árið 2022. Verk hans eru í eigu íslenskra safna og í einkasöfnum hérlendis og erlendis. Þór hlaut Gerðarverðlaunin árið 2021 fyrir ríkulegt framlag sitt til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi.

Heiðar Kári Rannversson

Heiðar Kári Rannversson (b. 1982) er listfræðingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hann var deildarstjóri við Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn frá 2018-2022 og verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Listasafni Reykjavíkur frá 2013-2016. Undanfarin tíu ár hefur Heiðar Kári unnið fjölmörg rannsóknar- og sýningarverkefni fyrir innlendar og erlendar liststofnanir, m.a. Nýlistasafnið, Hafnarborg, Listasafn Íslands og Myndlistarmiðstöð. Þá hefur hann sinnt stundakennslu við Háskóla- og Listaháskóla Íslands um árabil. Heiðar Kári hlaut MA próf í listrannsóknum frá Háskólanum í Amsterdam árið 2012 eftir BA nám í Listfræði við Háskóla Íslands og Arkitektúr við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hann hefur verið formaður Listfræðafélags Íslands frá árinu 2023.

LISTAFÓLK

Þór Vigfússon

SÝNINGARSTJÓRN

Heiðar Kári Rannversson

Viðhengi

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

21
des
Salurinn
21
des
Bókasafn Kópavogs
22
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur

22
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
des
Gerðarsafn
30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

23
des
Gerðarsafn
11
jan
Gerðarsafn
25
jan
19
apr
Gerðarsafn

Sjá meira