Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður hjá okkur í vetrarfríinu með lifandi og skemmtileg vísindasmiðju fyrir forvitin börn á öllum aldri.
Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.
Um vísindasmiðjuna:
Markmið Vísindasmiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti, styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda og miðla vísindalegri þekkingu til samfélagsins.
Vísindasmiðja HÍ tekur á móti skólahópum og birtist auk þess víða um land og borg sem farandsmiðja. Vísindasmiðjan hefur undanfarin ár komið reglulega í Kópavoginn og miðlað undrum vísindanna í fjölsóttum og fjörugum fjölskyldustundum.
visindasmidjan.hi.is
Viðburðurinn er styrktur af Menningar og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
English:
The University of Iceland Science Center will be visiting us during the winter break with a fun and interactive science workshop for curious children of all ages.
Everyone is warmly welcome while space allows, and admission is free!
About the Science Center:
The goal of the Science Center is to spark young people’s interest in science through interactive and engaging activities, support education in natural and physical sciences, and share scientific knowledge with the community.
The University of Iceland Science Center hosts school groups and also travels across the country as a mobile workshop. In recent years, it has regularly visited Kópavogur, bringing the wonders of science to life in lively and well-attended family events.
🔗 visindasmidjan.hi.is