Foreldramorgunn í samstarfi við heilsugæsluna.
Eyrún Björk Svansdóttir hjúkrunarfræðingur kennir foreldrum ungbarnanudd og undirstöðuatriði í hugleiðslu.
Rannsóknir sýna fram á marga kosti ungbarnanudds, það viðheldur m.a. heilsu, bætir svefn og eykur öryggistilfinningu, vellíðan og tengslamyndun. Þá hefur það sýnt sig að hugleiðsla og núvitund foreldra eykur vellíðan bæði foreldra og barns.
Foreldramorgunninn fer fram í barnadeildinni á 1. hæð á græna teppinu.
Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu.
Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
















