19.sep 17:00 - 18:00

Útgáfuhóf Danslaga Jónasar

Bókasafn Kópavogs

Aðalsafn

Í tilefni útgáfu bókarinnar Danslög Jónasar bjóðum við öllum að fagna með okkur föstudaginn 19. september kl. 17:00 á Bókasafni Kópavogs.

Í Danslögum Jónasar birtast ljósmyndir af handritinu Lbs 1812 4to frá 1864 en handritið inniheldur um 50 danslög fyrir fiðlu sem Jónas Helgason skráði þegar hann var um 25 ára. Öll lögin hafa verið upprituð í nútímanótnaskrift og samhliða þeim eru kaflar um dansmenninguna í Reykjavík á 19. öld, um dansinn í handritinu, um spilastíl íslenskra alþýðufiðluleikara á 20. öld og fleira.

„Það er gríðarlegur fengur að Danslög Jónasar komist upp á yfirborðið. Það hefur mikið vantað upp á að danstónlist fyrri alda á Íslandi fengi verðuga umfjöllun, ekki síst hljóðfæratónlist, sem okkur hefur nánast verið talin trú um að sé ekki til. Þessi útgáfa er vonandi bara byrjunin á þeirri vegferð að varpa ljósi á þennan mikilvæga hluta tónlistararfsins.“ – Sigurður Halldórsson, prófessor við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Léttar veitingar, lifandi tónlist og öll velkomin. Bókasala, áritun bóka og léttar veitingar frá kl. 16:30

Að hófinu loknu færum við okkur yfir á Króníkuna í Gerðarsafni áður en við höldum til útgáfutónleika í Salnum seinna um kvöldið þar sem fram koma Vegar Vårdal & Vegard Hansen annarsvegar og Ragga Gröndal Trad Squad hinsvegar.
https://www.facebook.com/events/1492992338545365

//

VAKA þjóðlistahátíð 2025 fagnar lifandi hefðum dagana 15. – 21. september með fjölbreyttum viðburðum fyrir alla fjölskylduna. Á VÖKU 2025 verður í boði að hlýða á marga helstu kvæðamenn Íslands, fræðast og njóta þjóðlagatónlistar frá Íslandi og Noregi, kynna sér nýútgefin íslensk dans- og sönglög frá 19. öld, kynna sér íslenskt handverk fyrri alda sem og sækja erindi og fjölbreyttar vinnustofur um íslenska ljóðlist, íslenskt handverk, þjóðdansa, hljóðfæraleik og danstónlist frá Íslandi, Noregi og Kólumbíu. Boðið verður upp á fjölbreytta samveru í formi samsöngs, dans og samspils, og í lok hátíðar verður haldið málþing um alþýðuhljóðfæraleik í Reykjavík á fyrri öldum.

Allar upplýsingar um hátíðina má finna á www.vakareykjavik.is og á samfélagsmiðlum Vökufélagsins.

Heildardagskrá er að finna á Fb-síðu hátíðarinnar
https://www.facebook.com/events/800814385807452

ENGLISH

Open invitation to a special public event to celebrate the publication of the book Danslög Jónasar,to be held from 5.00 – 6.00 pm on Friday 19th September at Kópavogur Library, Hamraborg, Kópavogur.

The event will include live performances of music from the book, and light refreshments will be served.

The book launch event will later be followed by a concert at 8.00pm in the Salurinn concert hall, which will include music from the Danslög Jónasar book performed by celebrated Norwegian folk fiddler Vegar Vårdal.

During the 1860’s, Jónas Helgason, a young blacksmith and dance musician living in Reykjavík, wrote down about 50 fiddle dance tunes and songs in a notebook, which is now kept in the National Library of Iceland, with the shelfmark Lbs 1812 4to. It is now being published for the first time.

The spiral bound Danslög Jónasar book contains actual size, full colour photographs of Jónas’ original notebook pages, along with new transcriptions of all the tunes, laid out in clear musical notation. The book also includes information about Jónas Helgason, the dances the tunes were played for, fiddle playing in Iceland, and the development of dance culture in Reykjavík.

„It is a huge blessing that Danslóg Jónasar has come to the surface. It has been a long time since dance music from earlier centuries in Iceland received worthy coverage, not least instrumental music, which we have almost been led to believe does not exist. This publication is hopefully just the beginning of the journey to shed light on this important part of our musical heritage.“ – Sigurður Halldórsson, professor at the Department of Music at the Iceland Academy of the Arts.

After the event we will move to Króníkan in Gerðarsafn before the Vaka Folk Festival concert in Salurinn later in the evening with Vegar Vårdal & Vegard Hansen, and Ragga Gröndal Trad Squad. https://www.facebook.com/events/1492992338545365

//

VAKA Folk Arts Festival 2025 celebrates living traditions from September 15th to 21st with a variety of events for the whole family. At VAKA 2025, you will be able to listen, learn, sing, play and attend diverse events on traditional poetry, crafts, folk dances, instrumental and dance music from Iceland, the Nordics and beyond. All information about the festival can be found at vakareykjavik.is and on Vökufélagið’s social media.
https://www.facebook.com/events/800814385807452

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Salurinn
10
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Salurinn
12
sep
Salurinn
12
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Bókasafn Kópavogs

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10
sep
Bókasafn Kópavogs
11
sep
Bókasafn Kópavogs
12
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
sep
Bókasafn Kópavogs
16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira