18.apr ~ 10.maí

Útskriftarsýning MA nema

Gerðarsafn

18.04.2015 – 10.05.2015
Alþjóðlegt meistaranám í myndlist og hönnun hófst í Listaháskóla Íslands haustið 2012 og var þetta því annar árgangur útskriftarnema námsbrautanna sem setur fram útskriftarverkefni sín til opinberrar sýningar og MA varna. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Áhersla er lögð á skapandi og greinandi hugsun sem nýtist við framsækin verkefni á sviðum hönnunar og myndlistar á Íslandi.
Í MA námi í myndlist er nemendum skapaður vettvangur til að dýpka og auka þekkingu sína á sviði samtímamyndlistar, styrkja persónulega sýn og tengja listsköpun sína við fræðilegar forsendur fagsins. Í MA námi í hönnun býðst nemendum vettvangur til umbreytingaferlis sem tekur mið af 21. aldar áskorunum og viðfangsefnum. Námið undirbyggir skilning á tengingum í skapandi umbreytingu og hönnunarhugsun sem undirbyggir nýbreytni og nýsköpun í lífsháttum og pólitísku umhverfi.
Hér leggja fjórtán nemendur fram verk sín; átta í hönnun og sex í myndlist. Þau eru: Arite Fricke, Brynja Þóra Guðnadóttir, Droplaug Benediktsdóttir, Fiona Mary Cribben, Hjálmar Baldursson, Jiao Jiaoni, Li Yiwei and Magnús Elvar Jónsson af MA námsbraut í hönnun. Jonathan Boutefeu, Linn Björklund, Soffia Guðrún KR Jóhannsdóttir, Solveig Thoroddsen, Carmel Seymour and Unnur Guðrún Óttarsdóttir af MA námsbraut í myndlist.
Hér leggja fjórtán nemendur fram verk sín; átta í hönnun og sex í myndlist. Þau eru:
Arite Fricke, Brynja Þóra Guðnadóttir, Droplaug Benediktsdóttir, Fiona Mary Cribben, Hjálmar Baldursson, Jiao Jiaoni, Li Yiwei and Magnús Elvar Jónsson
af MA námsbraut í hönnun.
Jonathan Boutefeu, Linn Björklund, Soffia Guðrún KR Jóhannsdóttir, Solveig Thoroddsen, Carmel Seymour and Unnur Guðrún Óttarsdóttir
af MA námsbraut í myndlist.
Sýningarstjóri: Sirra Sigrún Sigurðardóttir.

Breidd og sérhæfing í verki
Breidd og sérhæfing í verki
Myndlistarverkin á sýningunni endurspegla breidd og sérhæfingu verkefna nemenda og rannsókna. Þar eru skoðaðar hugmyndir um persónulegt rými og mótun sjálfsvitundar á framandi stað, um helgisiði heimilishalds og málun sem dulskyggni og um óvænt fagurfræðilegt samband naumhyggjustefnu í myndlist og byggingarefnis til heimasmíði. Svonefnd speglunarkenning sálgreiningar og listmeðferðar er virkjuð í verkum sem miða að því að vekja skynrænar upplifanir áhorfenda. Gestgjafi býður dísætar sykursprengjur af rausn til áminningar um viðvarandi stríðsátök í samtímanum og kraftmikilar persónur frá ýmsum tímum sögunnar stígar fram í innsetningu teikninga, vídeós og gjörnings í safninu.
Hönnunarverkefnin á sýningunni eru öll dæmi um hugsunarhátt sem felur í sér möguleika til stækkunar og byggja á samþættingu þekkingar samstarfsaðila hönnuðanna og þeirra sem hannað er fyrir. Verkefnin eru öll notendamiðuð og í þeim öllum kallar hönnuður eftir enn víðara samstarfi á breiðum þekkingargrunni. Þannig eru þessi verkefni dæmi um góða hönnun. Hönnun sem lýsir grundvallarskilningi á þörfum annarra og skilningi á nauðsyn þess að samþætta fjölbreytileg og margþætt viðhorf og tengsl í hönnunarferli og afurðir hönnunar.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

02
apr
Bókasafn Kópavogs
03
apr
Bókasafn Kópavogs
03
apr
Bókasafn Kópavogs
03
apr
Bókasafn Kópavogs
04
apr
Salurinn
20:30

Páll Óskar

04
apr
Bókasafn Kópavogs
04
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Sjálfsmildi

04
apr
Bókasafn Kópavogs
05
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Hugleiðsla

08
apr
13
apr
Bókasafn Kópavogs
06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

Gerðarsafn

11
apr
Gerðarsafn
13
apr
21
júl
Gerðarsafn
13
apr
28
júl
Gerðarsafn

Sjá meira