Vestur-afrísk matar- og menningarhátíð.
Bókasafn Kópavogs heldur vestur-afríska matar- og menningarhátíð á löngum fimmtudegi í samstarfi við GETU hjálparsamtök og sjálfboðaliða frá nokkrum löndum Vestur-Afríku sem búsettir eru hér á landi og munu þau deila með okkur menningu sinni.
Öll velkomin.
Dagskrá
Kl. 17:00 Sögustund á ensku – lesin verður saga frá Vestur-Afríku.
Kl. 17:00-19:00 Fána smiðja, búum til fána frá löndum vestur Afríku og skreytum safnið.
Kl. 17:00-19:00 Adinkra – afrísk tákn, Afrískir stimplar, stimplum afrísk tákn á poka eða föt (komið með eigin föt en pokar eru á staðnum) og umbreytum flíkum í samræmi við hefðir Asante fólksins í Gana.
Kl. 18:00 Dans Afríka heldur Fjölskylduafró, dans- og trommusmiðja, Börn og foreldrar fá að kynnast ævintýraheimi Gíneu í Vestur-Afríku í gegnum dans, trommuleik og söng.
Kl. 18:30-19:30 Matarsmakk, matur frá Vestur-Afríku.