Komdu og taktu þátt í spennandi tilraun þar sem við skoðum vísindin á bak við haustlitina!
Í Vísindaskóla Náttúrufræðistofu Kópavogs þarf ekki að sækja um inngöngu heldur bara mæta! Í skólanum framkvæmum við tilraunir og fræðumst um náttúruna á skemmtilegan hátt. Þar fá öll að gerast vísindamenn, framkvæma tilraun, fræðast, skoða og draga ályktanir.
Viðfangsefni október mánaðar eru vísindin á bak við haustlitina. Þar skoðum við laufblöð, komumst af því af hverju þau breyta um lit og framkvæmum tilraun með litarefnum þeirra. Viðburðurinn fer fram í Tilraunastofu Náttúrufræðistofu Kópavogs. Viðburðurinn varir 45 mínútur frá 16:15 -17:00.
Skólinn hentar fróðleiksþyrstum krökkum á aldrinum 6-10 ára. Foreldrum er velkomið að vera með, eða að hafa náðugt í kallfæri.