Skordýralíf í miklum blóma

Að undanförnu hefur verið óvenju mikið að gera við að taka á móti fyrirspurnum er varða skordýr og pöddur ýmiskonar. Þá hefur borist mikið af skordýrum til greiningar. Að lang mestu leiti er það almenningur sem setur sig í samband við okkur, en einnig er nokkuð um að meindýraeyðar leiti til okkar. Almennt er ekki tekið gjald fyrir pöddugreiningar og er fólk hvatt til að setja sig í samband við okkur ef spurningar vakna og eins ef vart verður við eitthvað óvenjulegt eða framandi.
mynd104.jpg
Í meirihluta tilvika er um að ræða ranabjöllur og þá oftast svokallaðan trjákepp (Otiorhynchus singularis), en einnig ber nú mikið á gljárana (Barypeithes pellucidus). Báðar þessar tegundir eiga það til að leita inn í hús í nokkrum mæli – gjarna við litla hrifningu húsráðenda. Undantekningalítið eru gróskumiklir garðar þar sem þessar tegundir eru áberandi, enda lifa lirfur þessara dýra í jarðvegi þar sem þær naga rætur og aðra plöntuhluta, en fullorðnu dýrin sækja svo að plöntunum ofanjarðar og naga brum, blöð og aldin.
Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa verið settar inn myndskreyttar upplýsingar um algengar pöddur í nánasta umhverfi okkar. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða þessar síður og fræðast um margar af þeim pöddum sem hvað mest verða á vegi fólks nú um stundir, en ekki síður til að njóta frábærra ljósmynda Erlings Ólafssonar skordýrafræðings.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Dúfur og dirrindí | Sumarsmiðja

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
14:30

Geimveruslamm og brúðusmiðja

27
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14:00

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
13:30

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR