Vatnsdropinn kynntur á alþjóðlegum vettvangi

Hið umfangsmikla barnamenningarverkefni Vatnsdropinn var meðal menningarverkefna sem kynnt voru á alþjóðlegu ráðstefnunni Communicating the Arts sem haldin var í tuttugasta og fimmta skipti dagana 17.-20. júní í Rijksmuseum í Amsterdam.

Mikið fjölmenni sótti ráðstefnuna en frumkvöðull verkefnisins, Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi og Ingibjörg Gréta Gísladóttir verkefnastjóri Vatnsdropans kynntu verkefnið og fóru yfir þýðingu þess og mikilvægi.

Megináhersla Vatnsdropans fólst í því að kynna fyrir börnum norrænar bókmenntir og hvernig unnt er að tengja boðskap þeirra við gildi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Rík áhersla var lögð á frumkvæði og sköpunarkraft barnanna sem voru leiðtogar verkefnisins og sýningarstjórar en á þeim tíma sem Vatnsdropinn stóð yfir var börnunum boðið upp á fyrirlestra og námskeið hjá sérfræðingum á ólíkum sviðum.

Fjöldi verkefna, sýninga og viðburða var afrakstur þessara fjögurra ára verkefni Vatnsdropans og lifa mörg þeirra enn þann dag í dag. Samstarfsaðilar verkefnisins voru auk menningarhúsanna í Kópavogi, H.C.Andersen húsið í Óðinsvéum, Múminsafnið í Tampere og Ilon Wikland safnið í Haapsalu, Eistlandi.

Vatnsdropinn var fjármagnaður með norrænum og evrópskum styrkjum sem numu alls um hundrað milljónum króna.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Gerðarsafn
25
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

28
júl
Bókasafn Kópavogs
29
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR