Vel heppnuð Safnanótt

Vel á fimmta hundrað gesta sóttu heim Bókasafn og Náttúrufræðistofu Kópavogs og nutu hinnar fjölbreyttu safnanæturdagskrár sem þar var boðið upp á.
20120207111125153617.jpg
Þetta er svipuð aðsókn og á síðasta ári, en það hlýtur að teljast prýðilegur árangur þar sem fjöldi safna sem tók þátt í Safnanótt hefur aldrei verið meiri.
Lausleg athugun bendir til að gestir Safnanætur hafi verið duglegir að nýta sér safnanæturstrætó, en hann gekk á milli þeirra safna sem tóku þátt. Þá er ljóst að þeir gestir sem sóttu okkur heim voru ekki sérstaklega bundnir við söfnin í Kópavogi heldur sóttu söfn á öllu höfðuborgarsvæðinu. Þar á meðal voru Hafnarborg, Hönnunarsafn Íslands, Listasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Árbæjarsafn, svo aðeins nokkur séu nefnd.
Starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs þakkar gestum sínum kærlega fyrir komuna og ánægjulega samveru á Safnanótt.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

25
jún
Bókasafn Kópavogs
25
jún
Bókasafn Kópavogs
26
jún
Salurinn
27
jún
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

30
jún
Bókasafn Kópavogs
30
jún
04
júl
Náttúrufræðistofa Kópavogs
01
júl
Bókasafn Kópavogs
02
júl
Bókasafn Kópavogs
02
júl
Bókasafn Kópavogs
03
júl
Salurinn
04
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira