Ráðstefna Líffræðifélags Íslands

Á dögunum stóð Líffræðifélag Íslands fyrir ráðstefnu sem haldin var í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og hefur stöðugt vaxið fiskur um hrygg, en að þessu sinni teygði hún sig yfir þrjá daga. Fjölmargir gestir sóttu ráðstefnuna sem var haldin í þremur sölum samtímis, en auk erinda var mikill fjöldi veggspjalda kynntur.
Ljóst er að mikið er um að vera í líffræðirannsóknum á Íslandi og sérstaka athygli vakti hinn mikli fjöldi nemenda og annarra fyrirlesara sem var af erlendu bergi brotinn. Raunar var það svo að minnihluti erinda var fluttur á íslensku, en það endurspeglar einfaldlega hve alþjóðlegar líffræðirannsóknir eru hér á landi.
Náttúrufræðistofa Kópavogs tók að venju þátt í ráðstefnunni og kynnti frumniðurstöður fiskrannsókna sem fram fóru í vötnum á Ófeigsfjarðarheiði á Ströndum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Gerðarsafn
25
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

28
júl
Bókasafn Kópavogs
29
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR