Alþjóðlegi safnadagurinn

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn þann 18. maí ár hvert. Segja má að um heimsviðburð sé að ræða því þátttökulöndin eru 140 og heildarfjöldi safna sem taka þátt er um 35.000. Markmið alþjóðlega safnadagsins er að kynna og efla safnastarf á heimsvísu.
Þar sem alþjóðlegi safnadagurinn er á ákveðnum mánaðardegi sem nú ber upp á miðvikudegi, þarf dagskrá í tengslum við hann ekki eingöngu að miðast við daginn sjálfan, heldur geta dagskrárliðir dreifst yfir alla vikuna. Ekki er um sérstaka dagskrá að ræða á Náttúrufræðistofu Kópavogs á sjálfann safnadaginn, en safnið er opið eins og venjulega og boðið er upp á leiðsögn.

Fimmtudaginn 19. maí er aftur á móti boðið upp á kynningarerindi um nýja landsskipulagsstefnu og laugardaginn 21. maí verður hjóladagur fjölskyldunnar. Hér má nálgast upplýsingar um þessa viðburði og aðra á höfuðborgarsvæðinu. Frekari upplýsingar um Alþjóðlega safnadaginn og dagskrá safna er að finna á safnamenn.is og #‎safnadagurinn2016‬

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Gerðarsafn
25
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

28
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR