Fjölskyldustund laugardaginn 14. janúar

Næstkomandi laugardag, 14. janúar, stendur Náttúrufræðistofan fyrir fjölskyldustund Menningarhúsa Kópavogs. Tekin verður til sýningar í fjölnotasal Náttúrufræðistofunnar mynd Páls Steingrímssonar, Krumminn, fugl viskunnar. Með því minnumst við hins mikilvirka náttúruunnenda og kvikmyndagerðar manns sem féll frá seint á síðasta ári. Sýningin hefst kl. 13:00, aðgangur er ókeypis og öllum heimill meða húsrúm leyfir.
20170111105830861533.jpg
Páll fæddist í Vestmannaeyjum 25. júlí 1930. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1951 en lagði auk þess stund á bókmenntir, líffræði og myndlistanám í Kaupmannahöfn. Þá útskrifaðist Páll frá kvikmyndadeildinni í New York háskóla árið 1972.

Páll var farsæll kvikmyndagerðarmaður sem lagði áherslu á gerð heimildarmynda um náttúru, dýralíf og tengsl mannsins við náttúruna.  Eftir hann liggja fjölmargar heimildamyndir en meðal helstu mynda Páls má nefna Eldeyjuna (1973), Hvalakyn og hvalveiðar (1988), Oddaflug (1993), Litli bróðir í norðri (1996) og Öræfakyrrð (2004). Hann hlaut fjölmargar viðurkenningar fyrir kvikmyndir sínar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Gerðarsafn
25
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

28
júl
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR