Sumarið á Bókasafni Kópavogs

Þrátt fyrir að vetrardagskrá Bókasafns Kópavogs sé formlega lokið er heilmikið um að vera á safninu í sumar.
„Okkur finnst mikilvægt að hér sé líf og fjör allt árið þó þunginn af skipulagðri dagskrá sé yfir vetrartímann,“ segir Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðumaður. „Við viljum að hér sé heilmikið að sækja alla daga ársins. Bókasafnið á að vera griða- og gleðistaður í hringiðu mannlífsins hvort sem það er snjór eða sól.“
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín fer ekki í sumarfrí að þessu sinni og mun hittast á sínum venjulega tíma alla miðvikudaga kl. 14 og eru allir velkomnir. Sumarið er tími tiltektar á safninu og verður geisladiska- og bókamarkaður á báðum söfnum í allt sumar. Sumarlesturinn er í fullum gangi og er dregið úr happamiðum alla þriðjudaga, en uppskeruhátíð sumarlestrar er orðin að hefð síðasta föstudag fyrir skólabyrjun.
Bókasafnið ætlar ekki að láta HM æðið framhjá sér fara og verður boðið upp á andlitsmálun á aðalsafni milli kl. 11-13 laugardaginn 16. júní fyrir fyrsta leik Íslands. Það er tilvalið að rölta á Rútstún og horfa á leikinn strax á eftir. Á safninu er einnig í gangi HM getraun þar sem hægt er að giska á hvernig leikurinn fer og verður dregið úr réttum svörum mánudaginn 18. júní.
Menningarhúsin ætla að fagna löngum sólargangi með útijóga og jazztónleikum þann 23. júní. Kl. 13 verður opinn jógatími undir berum himni sem Kristín Harðardóttir jógakennari hefur umsjón með. Kristín segir gott að mæta í þægilegum fötum og grípa með sér jógadýnu, teppi eða handklæði, „en það er ekki nauðsynlegt þar sem við verðum á grasinu,“ segir Kristín. Að loknum jógatímanum hefjast útitónleikar á svölum aðalsafns Bókasafns Kópavogs kl. 14 en það er hinn góðkunni Kópavogsbúi og gítarleikari Björn Thoroddsen sem mun skemmta gestum. Léttar veitingar verða í boði á tónleikunum og er aðgangur ókeypis á báða viðburði.

Áður birt í Kópavogspóstinum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

22
sep
Gerðarsafn
12:00

Gluggar Gerðar

23
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

24
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR