Rannsóknir á Reykjavíkurtjörn

Vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur ráku sumir hverjir upp stór augu nú fyrir helgi þegar sjá mátti tvo menn á slöngubát róa fram og aftur um Reykjavíkurtjörn. Um var að ræða starfsfólk Náttúrufræðistofu Kópavogs í þeim erindagjörðum að kanna lífríki og gróðurfar Tjarnarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessar rannsóknir vekja athygli, enda fágætt að sjá báta á Reykjavíkurtjörn.
Núverandi rannsókn er framhald rannsóknar sem gerð var árin 2015-16 og hafa niðurstöðum hennar verið gerð skil í skýrslu sem kom út árið 2017.
Að þessu sinni beindist áherslan annars vegar að smádýrum og hornsílum, og hins vegar að þekju og tegundasamsetningu vatnaplantna, en á rúmum áratug hefur gróðurfar tjarnarinnar tekið algerum stakkaskiptum.
Auk þess að fylgjast með landnámi gróðurs í Tjörninni er markmið núverandi rannsóknar að kanna hvort sjá megi breytingar á smádýralífi og vatnsgæðum. Nú liggur fyrir töluverð vinna við úrvinnslu þeirra gagna sem safnað hefur verið og verða niðurstöðurnar gefnar út að þeirri vinnu lokinni.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

20
feb
17
apr
Gerðarsafn
21
mar
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
mar
Gerðarsafn
22
mar
Bókasafn Kópavogs
23
mar
23
feb
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn

24
mar
Bókasafn Kópavogs
24
mar
Bókasafn Kópavogs
slökunarjóga
12:00

Stólajóga

25
mar
Bókasafn Kópavogs
25
mar
Bókasafn Kópavogs
26
mar
Bókasafn Kópavogs
26
mar
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira