Hvernig er best að vakta kransþörunga?

Tjarnanál er stórvaxinn kransþörungur sem lifir í vötnum víða um land, gjarna nokkuð neðan fjörumarka. Í Þingvallavatni er tjarnanálin algeng um allt vatn á 5–20 m dýpi og myndar stundum miklar breiður sem geta verið um metri á hæð. Þessar breiður mynda svo búsvæði fyrir fjölda annarra lífvera.
Á árunum 2015–2016 var gerð lítil rannsókn á útbreiðslu og þéttleika tjarnanálar á nokkrum stöðum í Þingvallavatni og jafnframt prófaðar nokkrar aðferðir til að afla þeirra upplýsinga. Þótt niðurstöðurnar hafi komið að notum í millitíðinni er formleg skýrsla fyrst nú að líta dagsins ljós, enda hefur á undanförnum vikum gefist tími til að klára ýmis mál, sem fram að því hafa þurft að bíða vegna meira aðkallandi verkefna.
Niðurstöður benda til að útbreiðsla sé svipuð og verið hefur á þeim svæðum sem könnuð voru, en vöxtur sé heldur minni. Ekki er þó rétt að draga og miklar ályktanir þar sem eldri rannsóknasvæði voru ekki mjög nákvæmlega hnitsett. Varðandi þær aðferðir sem prófaðar voru, þá má draga af þeim margvíslegan lærdóm sem mun nýtast við rannsóknir í framtíðinni.
Hér má finna skýrsluna og stuttan útdrátt.
Hér að neðan eru svo tvö myndskeið sem tekin voru um borð í sjálfvirkum kafbáti/dróna í Þingvallavatni norðan Mjóaness. Njótið
Myndskeið 1
Myndskeið 2 Á mín. 9:50 dregur heldur betur til tíðinda…
Nitella_mælingar.JPG
Tjarnanál á botni Þingvallavatns. Lóðréttu línurnar eru  1 metri á lengd og bilið milli þeirra er 2 metrar.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
júl
Bókasafn Kópavogs
15
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
16
júl
Bókasafn Kópavogs
17
júl
Salurinn
Mynd: Saga Sig
18
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

21
júl
Bókasafn Kópavogs
22
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Bókasafn Kópavogs
23
júl
Gerðarsafn
25
júl
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR