Vatnsdropinn
Vatnsdropinn

Ungir sýningastjórar

Menningarhúsin í Kópavogi leita að hugmyndaríkum og kraftmiklum krökkum til þess að vera fulltrúar grunnskóla Kópavogs í sýningarstjórateymi fyrir sýningu í Gerðarsafni. Sýningin er hluti af þriggja ára samnorrænu verkefni þar sem norrænar barnabókmenntir eru tengdar við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þar sem fjallað er um gildi á borð við sjálfbærni og jafnrétti fyrir börnum og ungmennum.

Ungir sýningarstjórar munu starfa með sýningarstjórum Vatnsdropans við val á efni og viðburðum tengdum sýningu um Múmínálfana eftir finnska höfundinn Tove Jansson. Sýningin um Múmínálfana verður sett upp í Menningarhúsunum í Kópavogi vorið 2021. 

Allir grunnskólanemendur í Kópavogi í 4.-10. bekk eru velkomnir að sækja um.

Áhugasamir eru hvattir til að senda kynningarbréf (þar sem fram kemur nafn, aldur, skóli og áhugamál), tveggja mínútna myndband og/eða eina til þrjár teikningar. Umsókn skal sendast á vatnsdropinn@kopavogur.is eða menningarhusin@kopavogur.is

Í umsókninni skal eftirfarandi koma fram:

  • Af hverju þú vilt taka þátt í verkefninu?
  • Hvernig væri hinn fullkomni heimur að þínu mati?
  • Hvernig lítur hinn fullkomni heimur út í augum uppáhalds sögupersónununnar þinnar (úr bíómynd eða bók)?

Hvað felur verkefnið í sér?

  • Ungir sýningarstjórar munu vinna með verkefnastjórum Menningarhúsanna, Múmínsafnsins og H.C. Andersen safnsins ásamt jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum undir stjórn Chus Martinez, sýningarstjóra.
  • Ungir sýningarstjórar mæta á nokkra samráðsfundi í Menningarhúsunum í Kópavogi.
  • Ungir sýningarstjórar munu hafa bein áhrif á efnistök sýningarinnar og viðburði sem og fræðsluefni í tengslum við sýninguna.
  • Niðurstaða ungra sýningarstjóra verður kynnt í sambærilegu verkefni á Norðurlöndunum.
  • Ungir sýningarstjórar þurfa að hafa góð tök á ensku.

Frekari upplýsingar um verkefnið veitir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi, í elisabet.indra@kopavogur.is.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

26
nóv
17
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur í Guðmundarlundi

07
des
15
des
Salurinn
20:00

Litlu jólin með Tvíhöfða

09
des
Gerðarsafn
13:00

Vetrarórói

09
des
Bókasafn Kópavogs
11:30

Mömmuskipti á Lindasafni

10
des
Salurinn
20:00

Jóladraumur í Salnum

10
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur í Guðmundarlundi

13
des
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

13
des
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

13
des
Bókasafn Kópavogs
16:00

Aðventutónleikar TK

16
des
Salurinn
15:00

Ljósið kemur

17
des
Menning í Kópavogi
13:00

Jólalundur í Guðmundarlundi

20
des
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR