Gerðarverðlaun veitt í fyrsta sinn

Gerðarsafn stendur að nýjum myndlistarverðlaunum til stuðnings við höggmyndalist hérlendis. Verðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt árlega framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk.

Fyrsti verðlaunahafi Gerðarverðlaunanna er Rósa Gísladóttir fyrir metnaðarfullt og kröftugt framlag til höggmyndalistar. Verk Rósu eru könnun á geometríu og klassískri formgerð með vísunum í arkitektúr og rússneskan konstrúktivisma. Skúlptúrar hennar spila á mörkum þess klassíska og nútímalega jafnframt í fagurfræði og efnisnotkun. Verk í við, gifs, keramik og gler skapa samspil við umhverfi sitt hvort sem það er staðbundið verk í borgarlandslagi eða skúlptúrar sem hverfast um sýningarrými.

Rósa Gísladóttir (f. 1957) nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Verk hennar hafa verið sýnd víða hérlendis og erlendis, þar á meðal í Scandinavia House í New York, Saatchi Gallery í London, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafni Árnesinga og Berg Contemporary.

Gerður Helgadóttir (1928-1975) var fjölhæfur myndlistarmaður sem fékkst við skúlptúr, steint gler og mósaík. Tók hún fyrst íslenskra kvenna forystu í höggmyndalist og var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist hérlendis. Gerðarsafn var stofnað og reist til heiðurs Gerði og er framsækið nútíma- og samtímalistasafn þar sem lögð er áhersla á að efla áhuga, þekkingu og skilning á myndlist. Sköpunarkraftur og tilraunastarfsemi Gerðar er leiðarstefið í sýningargerð, viðburðum og fræðslustarfi Gerðarsafns þar sem verk hennar og arfleifð eru virkjuð í samtali við samtímalist og hugðarefni samtímans.

Lista- og menningarráð Kópavogs samþykkti að stofna til verðlauna í nafni Gerðar Helgadóttur og  nema þau einni milljón króna. Verðlaunin eru nú veitt í fyrsta sinn en stefnt er að því að veita þau árlega.

Dómnefnd Gerðarverðlaunanna skipa: Brynja Sveinsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, Eggert Pétursson myndlistarmaður, tilnefndur af Gerðarsafni og Svava Björnsdóttir myndlistarmaður, tilnefnd af SÍM.

Hér má sjá viðtal við Rósu Gísladóttur sem Gerðarsafn stóð fyrir í tilefni verðlaunanna.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

30
des
Salurinn
03
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

04
jan
Bókasafn Kópavogs
06
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
07
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Bókasafn Kópavogs
08
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
16:15

Tunglið

09
jan
Salurinn
09
jan
Bókasafn Kópavogs
10
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira