JÓN ÚR VÖR
JÓN ÚR VÖR

Tvítugur ljóðstafur

Árið 2022 eru liðin 20 ár frá því ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör var fyrst haldin.

Á næsta ári verða liðin 20 ár frá því ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör var fyrst haldin. Af því tilefni verður hátíðin með sérstöku tyllidagasniði. 

Samkeppni í minningu mikilvægs brautryðjanda 

Fyrsti Ljóðstafurinn var veittur árið 2002, á afmælisdegi skáldsins Jóns úr Vör þann 21.janúar en Ljóðstafurinn hefur verið veittur á þeim degi allar götur síðan; keppnin er haldin til minningar um skáldið sem lést 4. mars árið 2000. Jón var brautryðjandi í íslenskri ljóðagerð eins og fjölmargar ljóðabækur hans bera vott um en að auki var hann mikilvægur liðsmaður menningarmála í Kópavogi, var bóksali, ritstjóri og síðast en ekki síst hvatamaður að stofnun Bókasafns Kópavogs og gegndi stöðu bæjarbókavarðar um árabil.  

Sautján skáld hafa hneppt Ljóðstaf Jóns úr Vör frá því hann var fyrst veittur, níu konur og átta karlmenn en Anton Helgi Jónsson er eitt skálda til að hafa hlotið Ljóðstafinn í tvígang. Fyrstur til að hreppa hnossið var Hjörtur Pálsson en núverandi handhafi Ljóðstafsins er Þórdís Helgadóttir sem hlaut verðlaunin fyrir ljóð sitt Fasaskipti en í umsögn sinni sagði dómnefnd, skipuð Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, Eiríki Guðmundssyni og Kristínu Svövu Tómasdóttur, ljóðið úthugsað, leikandi áreynslulaust og iða af göldrum góðrar ljóðlistar.  

FASASKIPTI 
Ég elska börnin mín og börnin sem börnin mín 
Elska og börnin sem elska börnin mín. 
Þau keyra kuldaskó í gegnum ísinn þegar 
Tjörnina hefur lagt. Þau elska að beita afli. 
Brjóta flísar úr ísingunni og halda þeim upp að 
Andlitinu. Ég sé þau út um gluggann, saltsleikt 
Auga hússins. Þau sjá mig gegnum tært gler. 
Ljósgul skíma og svo dimmir. Þannig er tíminn 
Skorinn í sneiðar, hvítar og svartar, skiptingin 
Ekki bróðurleg frekar en á öðrum gæðum. 
Frostið herðir á aðgreiningunni milli heima 
Og breytir lygum í sannindi. Gerir göngubrú úr 
Svokölluðu yfirborði vatnsins. Ef falskir botnar fela 
Eitur eða fjársjóði, hvað felur þá falskt yfirborð? 
Börnin en ekki ég treysta gljúpri himnunni 
Yfir handanheiminum þar sem andardrátturinn 
Rennur í öfuga átt. Enda er stutt síðan þau komu 
Í gegn, önduðu hringöndun meðan þau drukku, 
Fljótandi fæði úr sykurbrjósti. Þau bíta í rendurnar 
Bryðja glerbrjóstsykur, stolt af styrk sínum. 
Í barnatennur vantar taugarnar fyrir tannkul. 
Það blómstrar ætiþistill í eldhúsglugganum. 
Enginn elskar veturinn eins og börnin mín. 

Silfurskreyttur göngustafur gengur á milli skálda 

Það er Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar sem stendur fyrir Ljóðstafnum og er öllum skáldum frjálst að senda inn ljóð sem skal vera frumort á íslensku og má ekki hafa birst áður. Ljóðin eru send inn undir dulnefni og eru því metin alfarið á forsendum ljóðlistarinnar án þess að bakgrunnur skáldsins hafi nokkur áhrif á mat dómnefndar.  

Höfundur sigurljóðsins hlýtur að launum peningaverðlaun, verðlaunagrip og silfurskreyttan göngustaf Jóns til varðveislu í eitt ár; á stafinn er festur skjöldur með nafni skáldsins og ártali.  

Fyrir tíu árum var svo bryddað upp á þeirri nýbreytni að efna einnig til ljóðasamkeppni á meðal grunnskólabarna í Kópavogi en verðlaun í þeirri keppni eru einnig veitt við sömu athöfn. Á síðasta ári hlaut Kári Rafnar Eyjólfsson úr Álfhólsskóla fyrstu verðlaun fyrir magnað ljóð sitt Englabróðir.  

Skilafrestur í keppnina nálgast 

331 ljóð bárust í keppnina á síðasta ári en frestur til að skila inn ljóði í Ljóðstaf Jóns úr Vör er að þessu sinni til og með 5. nóvember. Handhafi Ljóðstafsins verður svo verðlaunaður við hátíðlega athöfn í Salnum á afmælisdegi skáldsins, 21.janúar og verður sú athöfn lokahnykkur á Dögum ljóðsins sem fagnað verður í Kópavogi í tilefni tvítugsafmælis þessarar merkilegu ljóðasamkeppni.  

Eftirfarandi hafa hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör 
2021
Þórdís Helgadóttir: Fasaskipti 
 
2020
Björk Þorgrímsdóttir: Augasteinn 
2019
Brynjólfur Þorsteinsson: Gormánuður 
2018
Sindri Freysson: Kínversk stúlka les uppi á jökli 
2017
Ásta Fanney Sigurðardóttir: Silkileið nr. 17 
2016
Dagur Hjartarson: Haustlægð  
2015
Ljóðstafur ekki veittur  
2014 
Anton Helgi Jónsson: Horfurnar um miðja vikuna 
2013
Magnús Sigurðsson: Tunglsljós 
2012
Hallfríður J. Ragnheiðardóttir: Triptych  
2011
Steinunn Helgadóttir: Kaf  
2010
Gerður Kristný: Strandir 
2009 
Anton Helgi Jónsson: Einsöngur án undirleiks  
2008
Jónína Leósdóttir: Miðbæjarmynd 
2007
Guðrún Hannesdóttir: Offors 
2006  
Óskar Árni Óskarsson: Í bláu myrkri 
2005 
Linda Vilhjálmsdóttir: Niður 
2004 
Hjörtur Marteinsson: Hvorki hér né … 
2003 
Ljóðstafur ekki veittur 
2002 
Hjörtur Pálsson: Nótt frá Svignaskarði 
 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR