Jón úr Vör
Jón úr Vör

Ljóðstafur Jóns úr Vör verður afhentur við hátíðlega athöfn í Salnum 20.febrúar nk. en í ár eru 20 ár liðin frá því Ljóðstafur Jóns úr Vör var fyrst veittur. Af því tilefni verður ljóðinu í allri sinni dýrð fagnað á ýmsa lund með fjölbreyttum viðburðum sem fram fara á Dögum ljóðsins í Kópavogi 20. – 26. febrúar.

Málþing, ljóðlistahátíð, upplestrarkvöld, ljóðasmiðja, ljóðadans og fleira verður í boði og fara viðburðir fram víðs vegar um Kópavog.

SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR KL. 16: LJÓÐSTAFUR JÓNS ÚR VÖR

Ljóðstafur Jóns úr Vör veittur í Salnum í Kópavogi. Við sama tækifæri verða veitt verðlaun og viðurkenningar öðrum skáldum sem sendu inn ljóð í keppnina sem og börnum sem hljóta verðlaun og viðurkenningar í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Sunna Gunnlaugsdóttir, bæjarlistamaður Kópavogsbæjar, mun frumflytja tvö lög við ljóð Jóns úr Vör ásamt Marínu Þórólfsdóttur.

FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR KL. 20: SUTTUNGUR LJÓÐLISTAHÁTÍÐ

Suttungur er nýstárleg ljóðlistahátíð sem fagnar framúrstefnulegri nálgun á tungumálið. Hátíðin er hugsuð sem vettvangur til að efla tilraunakennda ljóðlist. Hvort sem að það sé í framsetningu, inntaki, formi eða með þverfaglegri nálgun þar sem notast er við hljóð, videó, tónlist, performans osfrv.

Þátttakendur hátíðarinnar í ár eru: Sjón / Björk Þorgrímsdóttir / Elías Knörr / Kristín Ómarsdóttir / Ófeigur Sigurðsson / Kristín Karólína Helgadóttir / Brynjar Jóhannesson / Ragnar Helgi Ólafsson / Sólbjört Vera Ómarsdóttir / Atli Sigþórsson (Kött Grá Pjé). Einnig mun Ásta Fanney Sigurðardóttir flytja stutta hugvekju um ljóð en hún er jafnframt stofnandi og framkvæmdarstjóri hátíðarinnar.

FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR KL. 20: UPPLESTRARKVÖLD BLEKFJELAGSINS

Í samstarfi við Daga ljóðsins í Kópavogi býður Blekfjelagið gestum og gangandi, áhugasömum og forvitnum, til ljóðaupplestrarkvölds á Café Catalínu.

Dagskrá kvöldsins hefst á upplestri nokkurra Blekfjelagsskálda en í kjölfarið verður open mic þar sem hverjum sem er gefst færi á að lesa upp ljóð sín!

Allir eru velkomnir, ungskáld og gömul skáld, verðlaunaskáld og næstum því skáld en líka bara þau sem vilja fagna afnámi útvistarbannsins á ljóðrænan hátt!  Blekfjelagið er félag ritlistarnema við Háskóla Íslands.

LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR KL. 13 OG 14: THE MALL Í SMÁRALIND

Dans fyrir verslunarmiðstöð eftir Sögu Sigurðardóttur í túlkun dansara úr FORWARD WITH DANCE.

Verslunarmiðstöðin er margslungið rými; uppljómað, hversdagslegt hof, eins konar þversnið af þörfum og markmiðum þar sem við verðum vitni að brotum úr veruleika borgarans. Af og til birtist þar rými fyrir skyndilegan innblástur, augnabliks uppljómun – að muna skyndilega eftir draumi gærkvöldsins eða þá að óvænt framtíðarsýn tekur á rás í kerfinu eins og sterkur latte-to-go.

The Mall býður þér að eiga stund með hugsunum þínum, taka dýfu í undirmeðvitundina, vera til staðar og detta út, halla þér aftur og líta nær. Verkið er um 20 mínútur.

FORWARD WITH DANCE: Bryndís Ólafsdóttir, Embla Líf Hreinsdóttir, Emilie Anne Jóhannsdóttir, Eydís Gauja Eiríksdóttir, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Katie Hitchcock, Kolfinna Ingólfsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir, María Kristín Jóhannsdóttir, Nadja Oliversdóttir, Ragnheiður Steingrímsdóttir ásamt Andrési Þór Þorvarðarsyni. Tónlist eftir Hallvarð Ásgeirsson.

26. FEBRÚAR KL. 13:  Í ÖRFÁUM ORÐUM

Ljóðasmiðja á Bókasafni Kópavogs fyrir alla fjölskylduna þar sem leikið er með tungumálið og ljóð og örsögur verða til. Mælst er til þess að þátttakendur hafi náð að minnsta kosti sex ára aldri. Umsjón hefur Arndís Þórarinsdóttir.

26. FEBRÚAR KL. 15: AFTURGÖNGUR OG NÝBURAR Í LJÓÐHEIMUM

Óðfræðifélagið Boðn heldur málþing laugardaginn 26. febrúar í Salnum, Kópavogi. Aðgangur er ókeypis.

Heiti málþingsins Afturgöngur og nýburar í ljóðheimum vísar í orð sem Steinn Steinarr lét hafa eftir sér haustið 1950 þegar hann lýsti því yfir að hið hefðbundna ljóðform væri dautt. Rúmum 70 árum síðar virðist enginn skortur á fólki sem yrkir en flest yngri skáld yrkja þó ljóð sín í frjálsu formi. Stundum er engu líkara en fríljóð og kvæði í hefðbundnum stíl tilheyri ólíkum heimum sem ekki ná saman. Að loknum hugleiðingum frummælenda verða pallborðsumræður þar sem skáldin skiptast á skoðunum og svara spurningum gesta.

Á málþinginu flytja sex skáld hugleiðingar sínar varðandi stöðu ólíkra ljóðforma: Bragi Valdimar Skúlason / Brynja Hjálmsdóttir / Haukur Ingvarsson / Ragnar Helgi Ólafsson / Soffía Bjarnadóttir / Þórdís Helgadóttir.

21.-26. FEBRÚAR: LJÓÐASÝNING Á BÓKASAFNI KÓPAVOGS

Sýning á ljóðum grunnskólabarna sem bárust í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. Myndbönd sem gerð voru í tilefni 20 ára afmælis Ljóðstafs Jóns úr Vör sýnd en þar má sjá handhafa Ljóðstafs Jóns úr Vör frá 2002 – 2021 flytja verðlauna ljóð sín. Heimildamynd Marteins Sigurgeirssonar um Jón úr Vör sýnd á safninu á völdum tímum.   

ÓKEYPIS ER Á ALLA VIÐBURÐI DAGA LJÓÐSINS OG ÖLL HJARTANLEGA VELKOMIN.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
14:30

Geimveruslamm og brúðusmiðja

27
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14:00

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
13:30

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

28
apr
Salurinn
20:00

Ástir (& Ásláttur)

30
apr
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

30
apr
02
maí
Menning í Kópavogi

Logar í skýjum

01
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

02
maí
Bókasafn Kópavogs
15:00

Lesið á milli línanna

04
maí
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR