Góðan daginn, faggi

10. bekkingum er boðið á sjálfsævisögulegan heimildasöngleik eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur með glænýrri söngleikjatónlist eftir Axel Inga Árnason. Verkið hefur fengið einróma lof leikhúsgesta og gagnrýnenda.

Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Eftir vandasaman leiðangur um innra líf sitt og fortíð og samtíma rekst hann á rætinn hommahatara á óvæntum stað.

Hvaða afleiðingar hefur það fyrir einstaklinga að alast upp í samfélagi sem er sniðið að öðrum en þeim? Hvernig er það að tilheyra aldrei að fullu heldur eiga alltaf á hættu að þurfa að verja sig eða berjast fyrir tilverurétti sínum?  

Sýningin er berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku og einlægt samtal við drauminn um að tilheyra. Hlátur, grátur og glæný söngleikjatónlist sem lætur enga ósnortna.

Góðan daginn faggi á Spotify

 

Höfundarnir eru hinsegin fólk sem öll ólust upp á landsbyggðinni, Bjarni Snæbjörnsson leikari frá Tálknafirði, Axel Ingi Árnason tónskáld úr Eyjafjarðarsveit og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri frá Hrísey. Í sköpunarferli sýningarinnar ræddu höfundar jafnframt við ótal hinsegin manneskjur og stóðu reglulega fyrir opnum leiklestrum og kynningum í tengslum við Hinsegin daga og í samstarfi við Samtökin ‘78.

Höfundar: Bjarni Snæbjörnsson og Gréta Kristín Ómarsdóttir 
Leikstjóri: Gréta Kristín Ómarsdóttir 
Tónlist: Axel Ingi Árnason 
Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson 
Stílisti: Eva Signý Berger 
Sviðshreyfingar: Cameron Corbett 
Framkvæmdastjóri og aðstoðarmaður leikstjóra: Hjalti Vigfússon 
Flytjendur: Axel Ingi Árnason og Bjarni Snæbjörnsson 

Í nóvember verður öllum 10. bekkingum í Kópavogi boðið að koma á sýninguna Góðan daginn, faggi í Salnum

Kennarar geta skráð bekkina sína í meko@kopavogur.is.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR