Ein stór fjölskylda

90 mínútna skemmtun og fræðsla með Gunna og Felix.

Gunnar Helgason og Felix Bergsson, betur þekktir sem Gunni og Felix, hafa undanfarið ferðast um landið á vegum Listar fyrir alla og hitt grunnskólanemendur frá fyrsta og upp í 10. bekk. Stundin með þeim félögum er sambland af fræðslu og skemmtun í anda barnaefnis sem þeir hafa unnið að saman í tæp 30 ár. Viðtökur hafa verið frábærar og nú hafa þeir félagar heimsótt krakka á suðurlandi frá Hellu að Höfn og á sunnanverðum Vestfjörðum og stór ferð um Austurland verður farin nú í október.  

Í október munu Gunni og Felix hitta nemendur í 7. bekk í grunnskólum Kópavogs. Þar verður Gunnar með fyrirlestur um hvernig á að skrifa geggjaðar sögur og Felix með fyrirlestur um mismunandi fjölskylduform. Að fyrirlestrum og spurningum loknum skemmta þeir krökkunum með söng og glensi.  

Gunni og Felix segja: „Við höfum skemmt börnum þessa lands sleitulaust síðan árið 1992 og teljum okkur kunna það vel. Þegar við skemmtum börnum á þennan hátt fáum við þau til að taka þátt og auðvitað að hlæja því eins og allir vita: þegar barnið hlær verður heimurinn betri.“ 

Hvernig á að skrifa geggjaðar sögur?

Gunnar fer ofan í það hvað þarf til að gera góða sögu enn betri. Hann notast við Aristóteles, Andersen, Dickens og Disney, tekur dæmi og dýpkar skilning barnanna á söguuppbyggingu sem þau geta strax nýtt sér við sína sögusmíð.  

Ein stór fjölskylda

Felix fer ofan í saumana á hinum ýmsu fjölskylduformum sem tíðkast í nútímasamfélagi. Hann mun opna augu og hjörtu áhorfandans og stuðla þar með að opnara og fordómalausara samfélagi.  

Að fyrirlestrunum loknum munu Gunni og Felix skemmta börnum og fullorðnum með söng og glensi og allir standa upp og syngja og dansa með.  


Kennurum í 7. bekk í grunnskólum Kópavogs er bent á að hafa samband í meko@kopavogur.is til að bóka tíma fyrir bekkinn með Góa.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
jan
25
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Bókasafn Kópavogs
22
jan
Náttúrufræðistofa Kópavogs
23
jan
Bókasafn Kópavogs
23
jan
Salurinn
24
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

25
jan
Bókasafn Kópavogs
25
jan
19
apr
Gerðarsafn
25
jan
Gerðarsafn
25
jan
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira