Haustinu fagnað í Kópavogi

Haustinu var heilsað með litskrúðugri karnivalstemningu í menningarhúsunum í Kópavogi, laugardaginn 3. september. Við sama tilefni verður glænýr menningarvefur opnaður og útgáfu efnismikils og vandaðs menningartímarits fagnað.

Haustinu var heilsað með litskrúðugri karnivalstemningu í menningarhúsunum í Kópavogi, laugardaginn 3. september. Við sama tilefni var glænýr menningarvefur opnaður og útgáfu efnismikils og vandaðs menningartímarits fagnað.

Sjónhverfingar og sirkus

“Haustkarnivalið var í raun hugsað sem upptaktur að haustdagskrá og menningarvetri” segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri hjá Kópavogsbæ. “Þarna stigu á stokk listamenn úr ólíkum áttum sem buðu upp á skemmtun og skapandi starf fyrir alla fjölskylduna.”

Þverfaglegt samstarf á milli húsa

Framundan í haust er glæsileg og fjölbreytt viðburðadagskrá sem menningarhúsin fimm í Kópavogi standa að baki en þau eru Gerðarsafn, Salurinn, Héraðsskjalasafn, Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs.

“Vegna návígis þessara menningarstofnana hefur í gegnum árin skapast hefð fyrir frjóu og áhugaverðu samstarfi þvert á ólíkar listgreinar, fræði og vísindi” segir Elísabet Indra, “bæði í sýningahaldi, viðburðum og fræðsluverkefnum.”  

Allir velkomnir á viðburði húsanna

Alla miðvikudaga yfir vetrartímann skiptast húsin á að bjóða upp á Menningu á miðvikudögum kl. 12:15 en þar kemur áhugavert fræða- og listafólk úr ólíkum áttum fram með hádegiserindi, tónleika, listamannaleiðsögn og fleira. “Núna í september verður í Menningu á miðvikudögum m.a. boðið upp á fyrirlestur Páls Líndals umhverfissálfræðings um áhrif náttúru á sálarheill, jazztónleika Steingríms Teague og Silvu Þórðardóttir og erindi Guju Daggar Hauksdóttur um Högnu Sigurðardóttur arkitekt” segir Elísabet Indra.

Alla laugardaga yfir vetrartímann er svo boðið upp á metnaðarfulla fjölskyldudagskrá undir heitinu Fjölskyldustundir á laugardögum kl. 13 en framundan eru meðal annars þjóðlagaskotnir fjölskyldutónleikar með hljómsveitinni Brek, dans- og teiknismiðja með Katrínu Gunnarsdóttur og Rán Flygenring og Vísindasmiðja Háskóla Íslands.

Fjölskyldustundirnar eru haldnar á víxl á Gerðarsafni, Salnum, Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs og ókeypis er á alla viðburði líkt og á Menningu á miðvikudögum en Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir viðburðina.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

14
sep
Salurinn
20:30

Himinn & jörð

14
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

14
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Haustkórónur með ÞYKJÓ

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR