Komd’inn

Komd’inn er ný viðburðadagskrá í Gerðarsafni sem hefur það markmið að bjóða nýjar raddir velkomnar inn á safnið. Sýningarstjórar verkefnisins eru Helena Aðalsteinsdóttir og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir ásamt Nermine El Ansari og Wiola Ujazdowska, Vikram Pradhan er einnig skapandi samstarfsaðili verkefnisins. 

„Okkur langar til þess að bjóða nýjar raddir velkomnar inn á safnið og móta viðburðadagskrá sem höfðar til fjölbreyttra hópa á þeirra eigin forsendum. Við viljum bjóða nágrönnum safnsins og áhugasömum einstaklingum að taka þátt með samtölum, námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum spennandi uppákomum í sumar,“ segir Helena sem eins og Þórhildur Tinna er menntaður sýningarstjóri frá London. „ Við höfum lengi haft brennandi áhuga á fjölbreyttu listalífi með aðkomu sem flestra í samfélaginu og höfðum samband við Gerðarsafn með sumardagskrá á þessum nótum í huga. Svo skemmtilega vildi til að Gerðarsafn var einmitt á sama tíma að setja svipað verkefni á laggirnar. Grunnhugmyndin er sú að allir eru velkomnir og titillinn er líka á ensku, pólsku og arabísku.“

Ráðgjafahópur var myndaður kringum dagskrána sem hafði lykiláhrif á mótun hennar.  „Við auglýstum eftir fólki sem hafði áhuga á myndlist og hvernig söfn gætu verið aðgengilegri. Á fyrsta fundinn mættu sjö manns af erlendum uppruna sem eru öll menntuð sem myndlistarmenn, hönnuðir og listfræðingar og úr varð að við stýrum verkefninu í samstarfi við listakonurnar og listfræðingana, Wiolu frá Póllandi og Nermine frá Egyptalandi sem hafa verið búsettar á Íslandi í fjölda ára og Vikram sem vinnur með okkur í miðlun og kynningu dagskránnar út á við. Svo er ráðgjafahópurinn stærri og heldur reglulega opna fundi þar sem öllum er velkomið að leggja eitthvað til málanna. Í raun erum við öll í ráðgjafar safnsins og sýningastýrum í sameiningu viðburðadagskrá þess.“

Dagskráin var fjölbreytt en meðal viðburða má nefna fyrirlestur um úkraínska samtímalist og hvernig myndlistin hefur brugðist við stríðinu þar. „Í ágúst fengum við Söru frá Líbanon til að segja sögu sína sem fyrsti trans flóttamaðurinn sem fékk ríkisborgararétt á Íslandi og í lok ágúst talaði Naja Dyrendom Graugaard, listakona af dönskum og grænlenskum uppruna, um hlutverk Danmerkur sem nýlenduveldis í Grænlandi í samtali við Við getum talað saman sýninguna á safninu. Þá má einnig nefna gjörning frá Dance Enthusiasts sem er hópur samsettur af dönsurum og myndlistarfólki af erlendum uppruna. Þá stefnum við á að setja upp skyndistefnumót þar sem sýningarstjórar af söfnunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu geta hitt listamenn sem þeir hafa kannski ekki heyrt af áður og kynnst einhverju nýju sem vonandi ratar svo á sýningarnar þeirra eða í framtíðarverkefni .“ Komd´inn verður í gangi fram á veturinn enda af nógu að taka þegar frjóir hugar og víðsýn menningarstofnun ná saman. 

Viðtal tekið við ráðgjafa verkefnisins Komd’inn fyrir MEKÓ blaðið 2022, viðtal tekið af Brynhildi Björnsdóttur.

Fræðsluverkefnið Komd’inn er styrkt af Safnasjóði.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

16
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

17
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

18
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

18
sep
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

18
sep
Gerðarsafn
12:15

Hljóðvefur um Hamskipti

21
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Friðardúfur á friðardegi

21
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

21
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Vísindakakó

22
sep
Gerðarsafn
12:00

Gluggar Gerðar

23
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

24
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR