Sunna Dís Másdóttir hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör 2023

Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi laugardaginn 21. Janúar.

Ljóðstafinn hlaut Sunna Dís Másdóttir fyrir ljóðið Á eftir þegar þú ert búin að deyja.

Solveig Thoroddsen hlaut önnur verðlaun fyrir ljóðið Lok vinnudags í sláturtíð og þriðju verðlaun hlaut Helga Ferdinandsdóttir fyrir ljóðið Annað líf.

Að auki hlutu sjö ljóð sérstaka viðurkenningu dómnefndar: Hinir dauðu eftir Stefán Snævarr, Í fyrsta sinn sem þú býrð á Íslandi eftir Karólínu Rós Ólafsdóttur, Rabarbarapæ eftir Solveigu Thoroddsen, Skuggsveinn eftir Theódór KR. Þórðarson, Villisveppir í prioyat eftir Sunnu Dís Másdóttur, Vorvindar eftir Pétur Eggerz og Þú segist ekki vera sterkur og það er satt eftir Sölva Halldórsson.

230 ljóð bárust í keppnina að þessu sinni í ár en ljóðin mega ekki hafa birst áður og skulu send inn undir dulnefni höfundar. Dómnefnd skipuðu að þessu sinni Kristín Svava Tómasdóttir (formaður), Anton Helgi Jónsson og Þórdís Helgadóttir.

Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs sem fyrst var haldin árið 2012 og var dómnefnd sú sama.

Þar hlaut fyrstu verðlaun Alexander Aron Karenarson, 9. bekk í Lindaskóla, fyrir ljóðið Krónublöð. Önnur verðlaun hlaut Heiðar Þórðarson, 9. Bekk í Lindaskóla, fyrir ljóðið Eitt tré og í þriðju verðlaun hlaut Þorbjörn Úlfur Viðarsson, 8. bekk í Álfhólsskóla, fyrir ljóðið Óður.

Viðurkenningar hlutu Ragnhildur Una Bjarnadóttir, Þórunn Ása Snorradóttir, Freyja Kirstine Jónasdóttir, Heiða Kristín Eiríksdóttir, Ólöf Inga Pálsdóttir, Alexander Aron Karenarson,  Jóhann Emil Óðinsson og Markús Steinn Ásmundsson.

Skólakór Kársness flutti nýtt lag eftir Þóru Marteinsdóttur við ljóð Jóns úr Vör en lagið var samið sérstaklega fyrir athöfnina.

Um Sunnu Dís Másdóttur

Sunna Dís Másdóttir er sjálfstætt starfandi sem rithöfundur, þýðandi, ritstjóri, gagnrýnandi og leiðbeinandi í ritlist. Hún er ein Svikaskálda og hefur ásamt þeim sent frá sér þrjár ljóðabækur og skáldsöguna Olíu sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021. Haustið 2022 kom fyrsta sjálfstæða ljóðabók hennar, Plómur, út hjá Forlaginu.

Sunna hefur kennt fjölda ritlistarnámskeiða og stýrði ásamt Svikaskáldum námslínu í ritlist hjá Endurmenntun Háskóla Íslands haustið 2022. Tvær þýðingar eftir hana komu út á árinu 2022, Inngangur að efnafræði, eftir Bonnie Garmus, hjá Forlaginu og Sjö eiginmenn Evelyn Hugo, eftir Taylor Jenkins Reid, hjá Bókabeitunni, en sú síðarnefnda hlaut Bóksalaverðlaunin í flokki þýddra skáldverka árið 2022.

Umsögn dómnefndar um sigurljóð Sunnu Dísar Másdóttur

Í einstaklega vel heppnuðu prósaljóði er dregin upp hárfín og áhrifarík mynd af innilegri nánd við aðstæður sem sjaldan eru í sviðsljósinu.

Tónninn er sleginn strax í titli ljóðsins. Hann brýtur upp hefðbundið orðfæri og skapar þannig nýtt og óvænt sjónarhorn, nýjan skilning á dauðanum sem höfundur vinnur síðan úr á heillandi hátt.

Textinn er barmafullur af áþreifanlegum kærleik og hlýju en þrátt fyrir það laus við alla væmni. Í fáum en ljóslifandi dráttum er teiknað upp viðkvæmt, ljúfsárt augnablik við dánarbeð, þar sem síðustu andartök lífsins kallast á við þau fyrstu. Frjóar og marglaga myndir af tönnum og munni ganga í gegnum ljóðið og skapa sterka jarðtengingu, sem ljær raunveruleikarofinu undir lokin aukinn áhrifamátt.

„Á eftir þegar þú ert búin að deyja“ sýnir á undurfallegan, nýstárlegan og eftirminnilegan hátt hvernig ástvinur lifir áfram í lífi, hjörtum og jafnvel líkama eftirlifenda eftir dauðann. Flæðandi taktur ljóðsins og myndmál lokka lesandann til að koma að því aftur og aftur og lesa margsinnis á meðan tíminn „leysist upp á tungunni“, eins og segir í ljóðinu.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

13
jún
15
jún
Menning í Kópavogi
19:30

Flokkstjórinn 2023

14
jún
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

14
jún
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumarlestrargleði með Gunnari Helgasyni

15
jún
Salurinn
17:00

Marína Ósk

17
jún
Menning í Kópavogi
13:30

17. júní

21
jún
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

22
jún
Salurinn
17:00

Tríó Jóns Árnasonar

28
jún
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

05
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

12
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

19
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

26
júl
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR