,

Hljóta 10 milljónir kr. í styrk

Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa fá styrk til þriggja ára fyrir verkefnið Náttúra í gegnum linsu myndlistar.

Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs hlutu nýverið Öndvegisstyrk frá Safnasjóði upp á 10 milljónir króna. Styrkurinn er til þriggja ára fyrir verkefnið Náttúra í gegnum linsu myndlistar sem er þriggja ára fræðsluverkefni fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri þar sem tengsl myndlistar og náttúru eru könnuð. Í öndvegisverkefninu tvinnast saman sérfræðiþekking innan myndlistar í Gerðarsafni og í náttúruvísindum í Náttúrufræðistofu Kópavogs og byggir á farsælu þverfaglegu samstarfi safnanna tveggja í fræðslu undanfarin ár. Verkefnið spannar fimm skólaannir og á hverri önn er ákveðið þema og sértækt rannsóknarefni tekið fyrir með hverjum aldurshópi út frá aðalnámskrá grunnskólanna og námskrá leikskóla. Náttúra í gegnum linsu myndlistar er tilraunaverkefni í þverfaglegri safnafræðslu fyrir fyrstu skólastigin þar sem tekið er stórt skref í átt að auka þátttöku safnanna í menntun barna. Börnin fá tækifæri til að uppgötva og rannsaka á eigin forsendum þar sem þau eru bæði vísindamennirnir og listamennirnir.

Safnasjóður er í umsjón Safnaráðs í umboði menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir ráðherra afhenti Brynju Sveinsdóttur forstöðumanni Gerðarsafns og Finni Ingimarssyni forstöðumanni Náttúrufræðistofu Kópavogs viðurkenningarskjal vegna styrksins.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

27
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

27
sep
Salurinn
12:15

Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

27
sep
Salurinn
20:00

Eyjapistlarnir ógleymanlegu | Gísli Helgason og Eyjalögin

28
sep
26
okt
Salurinn
20:30

Tvíhöfði

28
sep
Bókasafn Kópavogs
12:15

Hádegisdjass með söngdeild FÍH

29
sep
Salurinn
20:00

UNA TORFA

30
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld í Salnum

30
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Sjávarlífverur og sjávargróður

30
sep
07
jan
Gerðarsafn

Skúlptúr/Skúlptúr

01
okt
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn listamanna | Skúlptúr/Skúlptúr

02
okt
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
okt
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR