Bókasafn Kópavogs + Blush

Kynlífstæki til útláns, nýtt og spennandi samstarf.

Bókasafn Kópavogs hefur löngum verið framarlega í tækninýjungum og framþróun og er hvergi nærri hætt! Nú hefjum við útlán á kynlífstækjum og spilum í samstarfi við Blush. Með því að svara þessari eftirspurn frá samfélaginu spornum við gegn sóun og veitum notendum tækifæri til að prófa tækin án skuldbindingar til að kaupa þau.

Tekin var ákvörðun um að leigja út spilin Forleik og Sambönd ásamt tækjum úr Reset vörulínunni sem eigandi Blush, Gerður Huld Arinbjarnardóttir, hannaði. Vörulínan er hugsuð til að gera sjálfsfróun eða kynlíf með maka enn ánægjulegra og er framleidd hjá vottuðum verksmiðjum og inniheldur mun minna af óumhverfisvænum efnum en sambærileg tæki.

Blush stemning verður á bókasafninu á laugardaginn þar sem Gerður mætir á svæðið milli kl.13-15 að kynna gestum og gangandi fyrir fyrirkomulaginu ásamt vörunum frá Reset.

Bæði Bókasafn Kópavogs og Blush styðja við Heimsmarkmiðin og starfa með samfélagsábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi. Saman stefnum við að endurnýtanlegri og grænni framtíð!

Eina sem þú þarft til að fá lánuð spil og tæki á Bókasafni Kópavogs er að vera 18+ og með gilt bókasafnsskírteini.

…. 1. apríl! 😉

Gerður mætir til að kynna Reset tækin.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

25
apr
Bókasafn Kópavogs
17:00

Sumardagsdjass með Tónlistarskóla FÍH

25
apr
Bókasafn Kópavogs
18:00

Bókabeitan og skvísubækurnar

25
apr
Bókasafn Kópavogs
13:00

Dúfur og dirrindí | Sumarsmiðja

25
apr
Salurinn
16:00

Sumargleði Bíbíar og Mandólín

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

25
apr
Gerðarsafn
15:00

Krakkaleiðsögn á sumardegi

27
apr
Gerðarsafn
12:00

Barnamenningarhátíð í Kópavogi

27
apr
Gerðarsafn
13:00

Leiðsögn | Þór Vigfússon og Heiðar Kári Rannversson

27
apr
Bókasafn Kópavogs
13:30

Ævintýrakórónur á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
14:30

Geimveruslamm og brúðusmiðja

27
apr
Náttúrufræðistofa Kópavogs
14:00

Fjölskyldujóga á Barnamenningarhátíð

27
apr
Gerðarsafn
13:30

Málað með mold á Barnamenningarhátíð

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR