Vatnsdropinn opnar Draumaeyjuna okkar

Ungir sýningarstjórar á aldrinum 8-14 ára opna listsýninguna Draumaeyjan okkar á vegum Vatnsdropans á laugardaginn kemur, 13. maí á Bókasafni Kópavogs kl. 13.

Á sýningunni eru verk Ungra sýningarstjóra undir merkjum Vatnsdropans til sýnis en hópurinn hefur unnið að þeim í vetur.  Ungir sýningarstjórar unnu verkin með sögur norrænu höfundanna að leiðarljósi ásamt Heimsmarkmiðum nr. 5  um Jafnrétti og nr. 11 um Sjálfbærar borgir og samfélög. Þau lásu sögur höfundanna, unnu verkefni, héldu ráðstefnu með sérfræðingum og heimsóttu listasýningar. Afraksturinn má sjá á sýningu þeirra sem opnar laugardaginn 13. maí kl. 13. en hún er einnig sumarsýning Bókasafns Kópavogs.

Verkin sem verða til sýnis eru: Plast í matinn, Eyjan, Skrímslaspilið, Fjársjóður Múmínsnáðans, Á ferð og flugi með Valmundi, Sjálfbærni í poka, Við erum aular, Jafnrétti, Björgum hvölunum, Plönturnar tala, Droparnir segja sína skoðun, Draumaeyjan okkar og Fjársjóðaleitin.

Auk þess  verður í boði á opnuninni:

  • Rappsmiðja Múmínpabba
  • Skrímsalspilið
  • Pönnukökuhorn Múmínmömmu
  • Myndasögugerð
  • Vinabandasmiðja í anda H.C. Andersen

Hekla Bjarkey Magnadóttir 11 ára nemi í Kársnesskóla, býður upp á tvö þátttökuverk á sýningunni Draumaeyjan okkar. Annað þeirra sem ber heitið Plönturnar tala, býður gestum að skrifa á lauf það sem þeim finnst fallegt í náttúrunni og líma á verkið. Hitt verkið, Droparnir segja sína skoðun snýst um hið öfuga, það sem gestum finnst vera að skemma náttúruna og býður Hekla öllum að skrifa það á dropa og hengja á verkið.

,,Mér finnst áhugavert að sjá hvað fólki þykir vera fallegt í náttúrunni og það sem því finnst vera að eyðileggja hana“ segir Hekla og bætir við ,,það sem gestir skrifa á verkin á opnuninni verður síðan hluti af verkunum áfram þannig að allir taka þátt í að skapa þau“.

Vatnsdropinn er eitt stærsta alþjóðlega menningar- og náttúruvísindaverkefni síðustu ára sem Kópavogsbær á frumkvæðið að og er í samvinnu við H.C. Andersen safnið í Danmörku, Múmín safnið í Finnlandi og Ilon‘s Wonderland í Eistlandi. Það hófst árið 2021 og því lýkur með sýningu Ungra Sýningarstjóra næstu helgi.

Vatnsdropinn hefur vakið mikla athygli fyrir hve valdeflandi verkefnið er fyrir börn, tengingar á milli hinna norrænna safna og rithöfundanna sem þau kenna sig við. Auk þess er unnið að aðferðarfræði um nálgun á kennsluháttum fyrir börn og sýningarþróun.

Vatnsdropinn snýst um að valdefla börn og vinna með hinar klassísku Norrænu barnabókmenntir, Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem gildi mannúðar eru í hávegum höfð og má finna samhljóm með þeim gildum í verkum Norrænu rithöfundanna sem Ungir Sýningarstjórar hafa unnið með í Vatnsdropanum.  Þannig eru það Ungir Sýningarstjórar frá öllum samstarfslöndunum sem setja upp sýningu í tengslum við Vatnsdropann í sínu landi. Á sýningum, í verkefnum og vinnustofum Norrænu barnanna hefur verður lögð áhersla á að tengja þessa þætti saman.

Sýningin sem opnar næstu helgi hefur fengið heitið Draumaeyjan okkar og unnu börnin með sögur Norrænu höfundanna ásamt Heimsmarkmiðum nr. 5  um Jafnrétti og nr. 11 um Sjálfbærar borgir og samfélög. Þau lásu sögur höfundanna, unnu verkefni, héldu ráðstefnu með sérfræðingum og heimsóttu listasýningar. Afraksturinn má sjá á sýningu þeirra sem opnar eins og áður segir á laugardaginn kemur kl. 13. en hún er einnig sumarsýning Bókasafns Kópavogs. Boðið verður upp á vinnusmiðjur á opnuninni sem og í sumar og haust í tengslum við sýninguna.

Ungir Sýningarstjórar 2023 eru þau:

Aldís Rós Andrésdóttir
Brynja S. Jóhannsdóttir
Emil Ólafsson
Friðrika Eik Z. Ragnars
Hekla Bjarkey Magnadóttir
Héðinn Halldórsson
Íris Anna Elvarsdóttir
Karen Sól Heiðarsdóttir
Katrín Ólafsdóttir
Matthildur Daníelsdóttir
Saga Ásgeirsdóttir
Sophie Eik Karlsdóttir Stock
Stefanía Rós Sigurðardóttir
Vaka Margrét Gylfadóttir
Valmundur Rósmar Eggertsson
Þorbjörg Gróa Eggertsdóttir
Þorbjörn Úlfur Viðarsson

Verkefnastjórar Ungu Sýningarstjóra 2023 eru þær Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Ingibjörg Gréta Gísladóttir.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

27
jan
01
feb
Bókasafn Kópavogs
28
jan
Bókasafn Kópavogs
28
jan
Bókasafn Kópavogs
17:00

Fatanýting

29
jan
Bókasafn Kópavogs
29
jan
Bókasafn Kópavogs
29
jan
Bókasafn Kópavogs
29
jan
Gerðarsafn
30
jan
Bókasafn Kópavogs
30
jan
Bókasafn Kópavogs
30
jan
Bókasafn Kópavogs
17:00

Matarnýting

30
jan
Bókasafn Kópavogs
31
jan
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

Sjá meira