Ánægjulegt að skipuleggja 17. júní

Eitt af verkefnum innan menningarmála bæjarins er að skipuleggja hátíðir og framundan er 17. júní, stærsta og fjölmennasta hátíðin sem bærinn stendur fyrir. Okkur lék forvitni á að vita hvernig hátíðin er skipulögð, hvernig vinnan færi fram og hverjar áherslurnar eru. Soffía Karlsdóttir er forstöðumaður menningarmála og við gripum hana í þjóðhátíðarspjall. 

Eitt af verkefnum innan menningarmála bæjarins er að skipuleggja hátíðir og framundan er 17. júní, stærsta og fjölmennasta hátíðin sem bærinn stendur fyrir. Okkur lék forvitni á að vita hvernig hátíðin er skipulögð, hvernig vinnan færi fram og hverjar áherslurnar eru. Soffía Karlsdóttir er forstöðumaður menningarmála og við gripum hana í þjóðhátíðarspjall. 

Undirbúningur hátíðarhaldanna

,,Við byrjum í raun strax að loknum hátíðarhöldum hvers árs að huga að þeim næstu” segir Soffía. Hún segir það hefjist með skýrslu verkefnastjóra þar sem farið er yfir það sem vel var gert og hvað mætti betur fara. ,,Síðustu ár hafa verið mjög mikil áskorun út af svolitlu en nú siglum við inn í venjubundnari hátíðarhöld. Stærsta breytingin í ár er að við tökum Rútstún aftur inn eftir að hafa gert könnun meðal bæjarbúa á samfélagsmiðlum eftir síðustu hátíð og fengum afdráttarlaus viðbrögð um það að bæjarbúar vilja halda í gamlar og góðar hefðir”. 

Hún segir að þegar skýrsla verkefnastjóra liggi fyrir þá taki Lista- og menningarráð bæjarins hana til umfjöllunar og taki ákvörðun um hvernig hátíðarhöldum skuli vera háttað næst.  

Gleðin í fyrirrúmi

Soffía bendir á að það séu mörg markmið með hátíðarhöldunum. Fyrir utan að gleðjast og hitta samborgara sína þá sé þetta hátíð fjölskyldunnar og dagskráin sé sniðin að þörfum hennar. ,,Við höfum gleðina í fyrirrúmi, byggjum dagskrána á fjölbreyttu efni sem höfðar til sem flestra aldurshópa”.  

Hún nefnir að í ár koma til að mynda þau Bríet og Friðrik Dór fram en lögin þeirra þekkja allir  og geti sungið með, allt frá leikskólabörnum til ömmu og afa. Þá komi leikararnir úr Draumaþjófnum fram þau Eyrdís og Halaldur, því það sé gaman að gefa ungu og hæfileikaríku fólki tækifæri. ,,Í ár erum við einnig með stuttan söngleik í fordyri Salarins í lok hátíðarhaldanna en það eru leiklistarnemar úr Listaháskólanum sem munu flytja söngleikinn Tjarnarbotn sem þau sömdu sjálf í námi sínu í vetur”. 

Að leika sér

,,Það er nauðsynlegt að hafa leikgleðina að leiðarljósi í öllum undirbúningi og erum við alltaf jafn spennt að skipuleggja 17. júní sem er draumaverkefni. Hoppukastalar og tívolítæki eru fastur liður og tók Lista- og menningarráð þá ákvörðun fyrir nokkrum árum að hafa allan aðgang að tækjunum  ókeypis til að gæta jafnræðis.  

Þrjú hátíðarsvæði

Soffía segir að hátíðarsvæðin séu þrjú í ár. ,,Við bjóðum upp á hefðbundna dagskrá á Rútstúni og við Versali en við Menningarhúsin bjóðum við upp á lágstemmdari upplifun. Þar koma skemmtikraftakarlar fram, Húlladúllan og boðið upp á hestateymingar, ásamt áðurnefndu leikriti í fordyri Salarins. Auk þess verða sumarsmiðjur og ungmenni úr Skapandi sumarstörfum troða upp – sem er alltaf spennandi að sjá. Við menningarhúsin verða líka hoppukastalar og andlitsmálningin sem alltaf er jafnvinsæl, og hún verður líka á hinum svæðunum“. 

Hey hó og jibbíjey 

Þegar við spyrjum um dagskrá dagsins þá segir Soffía hana nokkuð hefðbundna. Um morguninn verði 17. júní hlaup á Kópavogsvelli fyrir börn 12 ára og yngri sem frjálsíþróttadeild Breiðabliks heldur utanum, það þarf ekkert að skrá sig bara mæta. Þá hefst skrúðgangan kl. 13.30 við Menntaskólann í Kópavogi með Skólahljómsveit Kópavogs og Skátafélaginu Kópum í broddi fylkingar og kl. 14 hefjist hátíðarhöldin á öllum svæðum. 

,, Við erum ávallt spennt að fylgjast með hátíðarhöldunum og upplifa þau eftir margra mánaða undirbúning. Verst hve dagurinn líður hratt en undirbúningurinn er einnig dásamlegur tími sem við njótum að vinna með” segir Soffía að lokum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

27
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

27
sep
Salurinn
12:15

Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu

27
sep
Salurinn
20:00

Eyjapistlarnir ógleymanlegu | Gísli Helgason og Eyjalögin

28
sep
26
okt
Salurinn
20:30

Tvíhöfði

28
sep
Bókasafn Kópavogs
12:15

Hádegisdjass með söngdeild FÍH

29
sep
Salurinn
20:00

UNA TORFA

30
sep
Salurinn
20:00

Söngkvöld í Salnum

30
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Sjávarlífverur og sjávargróður

30
sep
07
jan
Gerðarsafn

Skúlptúr/Skúlptúr

01
okt
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn listamanna | Skúlptúr/Skúlptúr

02
okt
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

04
okt
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR