Takk fyrir komuna á 17. júní

Frábær fjölskylduskemmtun á þjóðhátíðardegi Íslendinga.

Mikið var um dýrðir á 17. júní í Kópavogi en fjölbreytt dagskrá var í boði á Rútstúni, við Versali og menningarhúsin. Hátíðarhöldin hófust með skrúðgöngu frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni með Skólahljómsveit Kópavogs og Skátafélaginu Kópum í broddi fylkingar. Þegar á Rútstún var komið tók Fjallkona Kópavogs 2023, Svandís Dóra Einarsdóttir, á móti hátíðargestum og flutti ljóðið „Sérstakur dagur“ eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur úr ljóðabókinni Klukkan í turninum (1992).

Landsþekktir skemmtikraftar og tónlistarfólk stigu á stokk á hátíðarsvæðunum á Rútstúni og við Versali þar sem meðal annars komu fram Bríet, Friðrik Dór, Gunni og Felix, Eyrdís og Halaldur úr Draumaþjófinum, Saga Garðars og Snorri Helga, Eva Ruza og Hjálmar Örn, Valgerður Guðnadóttir, Elísabet Ormslev og Sverrir Bergmann.

Gleðin skein úr andlitum Kópavogsbúa enda veður hið mildasta og eitthvað fyrir alla í boði á 17. júní.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Bókasafn Kópavogs
06
ágú
Gerðarsafn
08
ágú
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

08
ágú
Gerðarsafn
09
ágú
Bókasafn Kópavogs
10
ágú
Menning í Kópavogi
11
ágú
Bókasafn Kópavogs
11
ágú
16
ágú
Náttúrufræðistofa Kópavogs
12
ágú
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR