Eygló Harðardóttir sýnir nýtt verk á Vetrarhátíð

Myndlistarmaðurinn Eygló Harðardóttir mun sýna nýtt verk á Vetrarhátíð sem gert er sérstaklega fyrir Kópavogskirkju. Verki Eyglóar, sem er í næmu samtali við form kirkjunnar og myndlist Gerðar Helgadóttur, verður varpað á Kópavogskirkju föstudagskvöldið 2. febrúar og laugardagskvöldið 3. febrúar, frá 18:30 – 24 bæði kvöldin.

Eygló Harðardóttir er fædd í Reykjavík 1964. Á ferlinum hefur hún haldið fjölda sýninga og hlaut hún Íslensku myndlistarverðlaunin 2019 fyrir einkasýninguna „Annað rými” sem haldin var í Nýlistasafninu 2018. Eygló vinnur gjarnan tví- og þrívíða abstraktskúlptúra, bókverk og verk í almenningsrými. Sköpunarferlið einkennist af rannsóknum og könnun á aðstæðum og efni, þar sem möguleikar og takmarkanir eru kortlagðar og auðkenni þess rannsökuð. Eftir standa verk sem eru afsprengi ferlis þar sem efnið hefur ráðið för. Hún hefur einnig unnið í samstarfi við tónskáld og í ýmsa miðla. Verk hennar eru varðveitt í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Ríkisútvarpinu, WSW NY, Kultuurikauppila í Finnlandi og The Metropolitan Museum NY.

Eygló hélt nýverið stóra einkasýningu í Ásmundasal og var einn tíu listamanna sem sýndi verk á sýningunni Skúlptur/Skúlptúr sem lauk 7. janúar síðastliðið.

Verk Eyglóar verður sýnt á Vetrarhátíð í Kópavogi. Hefð hefur skapast fyrir því að fá listamann til að gera nýtt verk sem varpað er á Kópavogskirkju á Vetrarhátíð. Þóranna Björnsdóttir gerði nýtt verk fyrir kirkjuna árið 2023 og Sirra Sigrún Sigurðardóttir árið 2022.

Lista – og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir Vetrarhátíð í Kópavogi.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
sep
07
sep
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Tala og spila

07
sep
Bókasafn Kópavogs
11:30

Lesið fyrir hunda

07
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Úkraínsk útsaumssmiðja

07
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
13:00

Heilsum hausti

07
sep
Gerðarsafn
14:00

Listasmiðja með Helgu Páleyju

08
sep
Salurinn
15:00

Svanasöngur Schuberts

09
sep
Bókasafn Kópavogs
13:00

Sófaspjall um andleg mál

10
sep
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

11
sep
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

11
sep
Menning í Kópavogi
17:00

Pönkganga með dr. Gunna

12
sep
Salurinn

Tvíhöfði | Af fingrum fram í 15 ár

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR