17. júní 2024

Við höldum upp á 80 ára afmæli lýðveldisins með glæsibrag hér í Kópavogi. Söngsveitin Fílharmónía syngur ættjarðarlög í anddyri Salarins frá 13 til 13.30 og flytur þar meðal annars glænýtt lag Atla Ingólfssonar við ljóð Þórarins Eldjárn, Ávarp fjallkonunnar, sem samið var í tilefni lýðveldisafmælisins. Í Salnum verður hægt að nálgast bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær sem forsætisráðuneytið gefur út í ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur. Fullveldiskaka verður í boði á öllum hátíðarsvæðum.

Dagskrá 17. júní í Kópavogi

Kl. 10 | Kópavogsvöllur
17.júní hlaup frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fyrir börn í 1.til 6. bekk.

Kl. 12 – 17 | Rútstún og Versalir
Hátíðarsvæði opin með hoppukastölum, leiktækjum og andlitsmálun.

12.00 – 16.00 | Undirgöngin við Hamraborg
Graffiti-djamm.

13.00 – 13.30 | Salurinn, forsalur
Söngsveitin Fílharmónía syngur ættjarðarlög, meðal annars nýtt lag Atla Ingólfssonar við ljóð Þórarins Eldjárns, Ávarp fjallkonunnar, sem samið var í tilefni lýðveldisafmælis. Þar verður hægt að nálgast bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær sem forsætisráðuneytið gefur út í ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur. 

13.30 | MK
Skrúðganga með Skólahljómsveit Kópavogs og skátunum í broddi fylkingar, hefst við MK (Menntaskólann í Kópavogi) og lýkur á Rútstúni.

14.00 – 16.00 | Skemmtidagskrá á Rútstúni
Fram koma Fjallkona Kópavogs, Leikhópurinn Lotta, Gunnar Helgason og Valgerður Guðnadóttir, Idolstjörnur, Jóhanna Guðrún, Aron Can og VÆB.  Kynnar eru þau Eva Ruza og Hjálmar Örn. 

14.00 – 16.00 | Skemmtidagskrá við Versali
Fram koma Leikhópurinn Lotta, Gunnar Helgason og Valgerður Guðnadóttir, Idol stjörnur, Jóhanna Guðrún, Aron Can og VÆB.  Kynnar eru þau Saga Garðars og Snorri Helga. 

13.30 – 16.00 | Menningarhúsin í Kópavogi, útisvæði
Fram koma BMX Brós, Hringleikur, Krakkahestar, Dansskóli Birnu Björns og Skapandi sumarstörf.  Þá er Hjálparsveit skáta með tækjasýningu við menningarhúsin. 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Salurinn
05
okt
Bókasafn Kópavogs
05
okt
Menning í Kópavogi
06
okt
Salurinn
07
okt
12
okt
Bókasafn Kópavogs
07
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Bókasafn Kópavogs
08
okt
Salurinn
08
okt
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

09
okt
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira