Dásamleg stund í hádeginu

Frábær stemming í hádeginu í dag þegar Bryndís Guðjónsdóttir, sópran og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari fluttu lög og ljóð eftir konur í Salnum. Lögin spanna yfir rúma öld í tónlistarsögunni, þau elstu eru frá aldamótum 1900 og þau yngstu glæný. 

„Það er okkur í mun að viðhalda þessum merka menningararfi á lofti og því er þakklátt að fá flytja þessi gullfallegu lög hér í Kópavoginum“ sagði Eva Þyrí að loknum tónleikum.

Viðtökur gesta létu ekki á sér standa og það mátti vel heyra á dynjandi lófaklappinu. Steinunn Hallgrímsdóttir, tónleikagestur sagðist vera hæstánægð með að heyra þessi fallegu lög og vildi helst fá að heyra þau oftar spiluð á öldum ljósvakans.

Hér má sjá efnisskrána:

Þórunn Franz (1931-2018) Ástarkveðja
Ljóð: Valgerður Ólafsdóttir
Selma Kaldalóns (1919-1984) Draumurinn
Ljóð: Oddný Kristjánsdóttir
Ingibjörg Þorbergs (1927 – 2019) Minning
Ljóð: Jenna Jensdóttir
Ingunn Pálsdóttir frá Akri (1867-1948) Einstæðingsfuglinn
Ljóð: Ingunn Pálsdóttir frá Akri
Elísabet Jónsdóttir (1869 -1945) Farfuglarnir
Ljóð: Hulda
María Brynjólfsdóttir (1919-2005) Spörfuglinn
Ljóð: Jakobína Johnson
Steinunn Guðmunsdóttir Tveir litlir Valsar
Ljóð: Steinunn Guðmundsdóttir I: Ég vil dansa við þig
II: Ég gleymi þér aldrei
María Markan (1905-1995)
Ljóð: Oddfríður Sæmundsdóttir Hamingjuleit
Ljóð: Lára S. Sigurðardóttir Rósir
Jórunn Viðar (1918-2017) Kall sat undir kletti
Ljóð: Halldóra B. Björnsson
Hildigunnur Rúnarsdóttir (1964- ) Vikivaki
Ljóð: Hulda
Auður Guðjohnsen (1975- ) Sumarsöngur
Ljóð: Auður Guðjohnsen
Ingibjörg Azima (1973- ) Nótt eftir nótt
Ljóð: Jakobína Siguðardóttir Mömmuljúf
Sigfríður Jónsdóttir (1908-1988) Kveðja
Ljóð: Sigfríður Jónsdótti

Tónleikarnir eru samstarf Salarins við Óperudaga.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

04
nóv
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
07
nóv
Bókasafn Kópavogs
09
nóv
Bókasafn Kópavogs
09
nóv
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
12
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

13
nóv
Bókasafn Kópavogs
13
nóv
Bókasafn Kópavogs
14
nóv
Salurinn

Sjá meira