Hamraborg Festival býður öllu listafólki að senda inn tillögur!
Hamraborg Festival er listamannarekin hátíð sem er haldin ár hvert í hjarta Kópavogs. Í ár er hún haldin
dagana 28. ágúst – 4. September.
Hátíðin leggur áherslu á samfélagsmiðaða nálgun og staðbundna listiðkun. Dagskrá hátíðarinnar
inniheldur sýningar, gjörninga, vinnusmiðjur, tónleika og fleira. Öll verk eru sýnd í almenningsrýmum,
verslunum eða menningarhúsum Hamraborgar.
Umsóknarfresturinn er 12. febrúar klukkan 15:00
Við viljum heyra ólík sjónarhorn frá allskyns listafólki, hvort sem það starfar á Íslandi og erlendis. Listafólk
með tengingu við Kópavog er sérstaklega hvatt til að senda inn tillögur.
Hvaða draumar dvelja í Hamraborg?
Nánari upplýsingar: hamraborgfestival.is










