Sérkennilegt litarafbrigði hjá þingvallamurtu

Á dögunum náðist lifandi eintak af svonefndri námurtu, en það er litarafbrigði þingvallamurtu þar sem litarefni vantar í roð fiskanna.
Námurtan er nú til sýnis í fiskabúri á Náttúrufræðistofunni ásamt „venjulegum“ murtum. Auk murtu gefst nú einnig færi á að sjá hin beikjuafbrigðin þrjú sem finnast í Þingvallavatni, þ.e. Síla- kuðunga- og dvergbleikju.
mynd225.jpg
Ekki er vitað hvað veldur þessu óvenjulega litarhafti en oftast veiðast fáeinar námurtur í hinu árlega murturalli Náttúrufræðistofunnar og Líffræðistofnunar Háskólans, sem fram fer í byrjun október. Þessi námurta er óvenju skrautleg þar sem hún er mjög dökk á baki og lang leiðina niður undir rák, en þar fyrir neðan er fiskurinn alveg litlaus. Þannig má sjá í blóðrauð tálknin í gegnum tálknalokin og einnig glittir í hjartað ofan við eyruggarótina.
mynd227.jpg

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

02
des
07
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Bókasafn Kópavogs
05
des
Gerðarsafn
06
des
Salurinn
06
des
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

07
des
Bókasafn Kópavogs
07
des
Salurinn
07
des
Gerðarsafn
08
des
Salurinn

Sjá meira