Sumarnámskeið og Jane Goodall

Í sumar verður haldið 18. sumarnámskeiðið á vegum Náttúrufræðistofunnar fyrir krakka 10–12 ára. Það verður haldið 13.–16. júní og að venju mæta krakkarnir kl. 10:00 vel gallaðir og nestaðir en námskeiðið stendur alla jafna til kl. 15:00. Farið verður til sýnatöku í náttúrunni og þær lífverur sem fyrir augu ber verða greindar og skoðaðar. Haldin verður nákvæm dagbók að sið vísindamanna. Að þessu sinni ber svo við að náttúrufræðingurinn Jane Goodall sem þekktust er fyrir rannsóknir sínar á atferli simpansa er á landinu. Á viðburði í Háskólabíói fá þátttakendur í námskeiðinu að greina henni frá því hvað verið er að sýsla á námskeiðinu.
20160601105319621639.jpg
Jane Morris Goodall (fædd Valerie Jane Morris-Goodall 3. apríl 1934) er breskur dýrafræðingur, fremdardýrafræðingur og mannfræðingur og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir friði. Hún er talin einn mesti sérfræðingur heimsins um simpansa og er þekktust fyrir 45 ára langan rannsóknarferil sinn á félagslegri hegðun og fjölskylduböndum villtra simpansa í Gombe Stream National Park í Tansaníu. Hún stofnaði Jane Goodall-stofnunina og hefur unnið mikið að verndun og velferð villtra dýra. Goodall hefur gefið út mikinn fjölda bóka (https://is.wikipedia.org/wiki/Jane_Goodall). Sjá einnig hér.

Sumarnámskeiðið stendur alla jafna frá kl. 10:00–15:00 en miðvikudaginn 15. júní verður farið á sérstaka uppákomu í Háskólabíói þar sem þátttakendur í námskeiðinu hitta Jane, fræða hana um hvað numið hefur verið á námskeiðinu og fræðast af henni um margt sem hún kann að miðla. Fastlega má gera ráð fyrir að námskeiðið taki heldur lengri tíma þennan dag. Í Háskólabíó mæta einnig aðrir krakkar, t.d. úr Háskóla unga fólksins, og segja frá verkefnum sínum.

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

06
maí
11
maí
Bókasafn Kópavogs
08:00

Bókamarkaður

07
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

08
maí
Bókasafn Kópavogs
16:00

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

08
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

08
maí
Menning í Kópavogi
12:15

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

12
maí
Salurinn
13:30

Kvintettinn Kalais

12
maí
Gerðarsafn
14:00

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

14
maí
Bókasafn Kópavogs
10:00

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

15
maí
Bókasafn Kópavogs
14:00

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

15
maí
Bókasafn Kópavogs
16:30

Rabbað um erfðamál

16
maí
Bókasafn Kópavogs
17:00

Umhirða ávaxtatrjáa

16
maí
Gerðarsafn
10:00

Foreldramorgunn

Sjá meira

NÝJUSTU FRÉTTIR