Leiklistarnámskeið hefst 23. janúar

Námskeiðið er ætlað nýliðum og fólki með minni leikreynslu.

Þann 23. janúar hefst leiklistarnámskeið á vegum Leikfélags Kópavogs sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár. Námskeiðið verður 18 klst. í heildina, 3 klst. í senn í 6 skipti og aldurstakmark er 20 ára. Námskeiðsgjald er 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 3.000 kr.


Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 5.000 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér.

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 23. janúar og eru námskeiðstímar sem hér segir:

Mán. 23. jan. kl. 19.00-22.00.
Fim. 26. jan. kl. 19.00-22.00
Lau. 28. jan. kl. 10.00-13.00
Mán. 30. jan. kl. 19.00-22.00
Fim. 3. feb. kl. 19.00-22.00
Lau. 5. feb. kl. 10.00-13.00

Hægt er að ganga frá skráningu á námskeiðið hér.

ATH! Þátttakendur á námskeiði sem þurfti að hætta við í miðju kafi vegna Covid haustið 2021, eiga rétt á plássi á námskeiðið endurgjaldslaust og ganga fyrir öðrum umsækjendum.  Þeir þurfa þó að hafa sent inn umsókn í síðasta lagi föstudaginn 20. janúar. 

Deildu þessari grein

TENGDIR
VIÐBURÐIR

21
nóv
Salurinn
21
nóv
Bókasafn Kópavogs
20:00

Bókaspjall

23
nóv
Salurinn
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
23
nóv
Bókasafn Kópavogs
24
nóv
Salurinn
24
nóv
Salurinn
25
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

27
nóv
Bókasafn Kópavogs
27
nóv
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira