08.mar 12:15

(Ó)sýnileiki: Tengsl við fortíð í brothættri samtíð

Gerðarsafn

Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði fjallar um sýnileika og ósýnileika jaðarsettra hópa og uppgjör við kynþáttahyggju í hádegiserindi.

Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Að rekja brot (Tracing Fragments) sem nú stendur yfir í Gerðarsafni.

——————

Á síðustu árum hefur verið aukin krafa um réttlæti og sýnileika jaðarsettra hópa og uppgjör við kynþáttahyggju sem hluta af fortíð og samtíð.

Í fyrirlestrinum eru hugtökin sýnileiki og ósýnileiki notuð til að nálgast óuppgerða fortíð og misskiptingu í samtímanum. Hvað kemur í ljós þegar við skoðum með gagnrýnum hætti sýnileika og ósýnileika ákveðnar fortíðar og málefna samtímans?

Hvað hefur verið í forgrunni og fyrir hverja?

—————————–

Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að fjölþættum viðfangsefnum svo sem fordómum, arfleifð nýlendutímans í samtímanum, hvítleika-hugmyndum, aðstæðum vegabréfslausra farandverkamanna og tengslum kreppu og þjóðernislegra sjálfsmynda svo eitthvað sé nefnt. Kristín hefur unnið rannsóknir sínar meðal annars á Íslandi, Belgíu og í Níger í Vestur Afríku, og nýtt sér fjölþættar aðferðir og gögn.

Rannsóknir Kristínar á Íslandi hafa sérstaklega beint sjónum að mikilvægi þess að skoða Ísland í samhengi við sögu kynþáttafordóma og endursköpun þeirra í samtímanum. Þær hafa þannig verið mikilvægar til að kynna sjónarhorn eftirlendufræða og varpa upp gagnrýnum spurningum um „hvítleika“.

————————-

Um sýninguna Að rekja brot:

Að rekja brot er samsýning listamanna frá frá Íslandi, Mexikó, Pakistan, Bandaríkjunum, Grænlandi, Danmörku, Noregi, Nígeríu og Finnlandi.

Verkin þeirra eiga það sameiginlegt að rannsaka flókna sögu nýlendu- og kynþáttaofbeldis, gagnrýna og endurskrifa frásagnir um kúgun og eignarnám og endurheimta hugtök eins og yfirvald og fórnarlamb.

Markmið sýningarinnar er að vera uppspretta samtals og rýna í sögur um landnám, þrælahald, kynþáttafordóma, kúgun og eignarnám.

Tracing Fragments varpar ljósi á frásagnir þeirra sem kúgaðir voru og gefa þeim rödd til að skrifa sína eigin sögu í gegnum ólíka listræna miðla.

Listafólk: Abdullah Qureshi, Frida Orupabo, Hugo Llanes, Inuuteq Storch, Kathy Clark og Sasha Huber.

Sýningarstjóri: Daría Sól Andrews

Deildu þessum viðburði

24
sep
Salurinn
01
okt
Bókasafn Kópavogs
29
okt
Bókasafn Kópavogs
05
nóv
Bókasafn Kópavogs
26
nóv
Salurinn
03
des
Bókasafn Kópavogs

Sjá meira

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á

16
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
17
sep
Bókasafn Kópavogs
18
sep
Gerðarsafn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
11:00

Get together

19
sep
Salurinn
19
sep
Bókasafn Kópavogs
20
sep
Náttúrufræðistofa Kópavogs
11
okt
12
okt
Salurinn
02
nóv
25
apr
Salurinn

Sjá meira

Gerðarsafn

18
sep
Gerðarsafn
21
sep
Gerðarsafn
15:00

Leiðsögn

27
sep
Gerðarsafn

Sjá meira